Þegar stórt er spurt eru svörin óhlutbundin

image

Dagurinn í gær var helgaður leikhúsinu. Fyrst fór ég í Bæjarbíó í Hafnarfirði til að fylgjast með því þegar Leynifélagið (Vesturbæjarskóli) sýndi afraksur vetrastarfsins. Þrír leikhópar fluttu frumsamda einþáttunga. Sá fyrsti var um einelti og lausn þess. Sá næsti, sem gæti hafa heitið Pönkarinn, var um
unglingaheiminn. Sá þriðji og síðasti var um jólasvein sem kom til byggða til að leita svars við hvort það væri jól eða sumar. Auk þess vildi hann leita lækninga fyrir ímyndunarveikan kött. Allir þættirnir einkenndust af mikilli leikgleði og það leyndi sér ekki að höfundunum lá mikið á hjarta. Ég hafði mest gaman af því að sjá hvernig heimur barnanna speglar fullorðnisheiminn um leið og þau eru að reyna að lýsa sínum eigin. 

Það var tilviljun að leiksýningin Segulsvið í Þjóðleikhúsinu bar upp á sama dag og sýning leikhópsins. Ég var fegin að sýningarnar rákust ekki á en þó búin að ákveða að sýning barnanna hefði forgang. Ég var enn undir áhrifum frá sýningunni barnanna þegar ég settist inn í Kassann til að horfa á verk Sigurðar Pálssonar og ég vissi einhvern veginn að þetta væri sýning fyrir mig. Sigurður Pálsson er nefnilega eitt af þeim skáldum sem tjáir betur hugsanir mínar og skoðanir en ég sjálf. Ég elska að lesa hann og hlusta á hann.

Sem betur fer rættust væntingar mínar, ég heillaðist. En um hvað er svo þetta leikrit? Ég er ekki viss um að  ég geti svarað því en ég held að það fjalli um lífið sjálft, um það litla í hinu stóra og um tilvist mannsins og um spurningu allra manna: Hver er ég og hvers vegna er ég hér. En það er ekki hægt að lýsa því frekar en áhrifum frá leikgleði barnanna úr Vesturbæjarskóla, einungis hægt að upplifa það. 

Verk Sigurðar er um tilvist manneskjunnar, samspil einstaklings við samfélagið og samspil manns og náttúru. Það er bæði fyndið og sorglegt en þó alltaf fallegt. Eins og leikgert ljóð. Ég hugsaðu strax meðan ég var að horfa og reyna að skilja, að loksins hefði ég fundið þörf til að nota orðið óhlutbundið. Því þannig er það. 

En Sigurður er ekki einn á ferð. Kona hans, Kristín Jóhannsdóttir leistýrir verkinu og Reynir Grétarsson hefur búið því sviðsmynd sem hæfir. Leikhóparinn er samstæður og sér um sitt. 

Ég finn til djúps þakklætis. 

Á leiðinni heim á þessu kalda sumri, vék sér að mér kona í strætóskýlinu og spurði hvort ég gæti gefið henni stætómiða. Ég gat það en tók eftir að vandi hennar var ekki leystur því með henni í för var maður sem var með svefnpokann sinn í fanginu og hún gekk að næsta manni og bað annan miða. Ég vissi að hún hafði tekið ábyrg á þeim tveim. Parið tók síðan sama vagn og ég með mínum manni. Við fórum heim og ég velti fyrir mér hvort þau ættu eitthvert ,,heim".  Svona er lífið. Ekki bara í leikhúsi heldur allt um kring. 


Bloggfærslur 26. apríl 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 187338

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband