Brot af mannkynssögu:Ójafn leikur:Susan Abulhawa

image

Maður nokkur gekk fram á stóran rum þar sem hann var að berja á litlum dreng. Sá stóri hafði haft hann undir og lét höggin ganga, eins og hann ætlaði að ganga frá hinum. Göngumaðurinn ætlaði að ganga á milli og stoppa misþyrmingar en þá dreif að mannfjölda sem hrópaði: Láttu þetta afskiptalaust, sjaldan á einn sök þegar tveir deila (lesið jafnframt Lúk.10.29-37).

Ein besta leið til skilja líf sem er manni ókunnugt eða framandi er að lesa bækur. Ekki fræðibækur, heldur bækur um lifandi fólk, skáldsögur.

Flestar bækur sem við lesum eiga uppruna sinn í menningu sem  líkist okkar, menningu sem við þekkjum af eigin raun eða þekkjum vel til. Þó er vitað mál að einmitt lestur bóka, einkum skáldverka er ein besta leiðin til að skilja fólk frá menningarsvæðum sem eru ólík okkar. Og hvað er gagnlegra en að skilja fólk? Nema ef til vill að skilja sjálfan sig? Til þess lesum við bækur.

Í bókaklúbbnum mínum reynum við annað slagið að taka mið af þessu við val bóka. Við lesum bækur höfunda sem við þekkjum ekki um líf fólks frá löndum þar sem við þekkjum lítið til. 

Síðast varð fyrir valinu Morgnar í Jemin eftir Susan Abulhawa. Í bókinni er rakin saga einnar  fjölskyl du, um leið er sögð saga palestínsku þjóðarinnar. Sögumaður Amal, er palestínsk stúlka. Hún er sloppin úr prísundinni, palestínska þjóðin er innilokuð,og býr við velmegun í Bandaríkjunum en hún hefur misst landið sitt og það er eins og glata hluta af sjálfum sér. 

Þetta er vel sögð saga. Hún er átakanleg. Þótt við hér á Vesturlöndum séum ekki óvön því að fá fregnir frá átökum í Palestínu, oft tölur um fjölda látinna, kemur það öðru vísi við mann að lesa um fólkið sem lifir við þetta ástand og verður fyrir sprengjunum. Á sama tíma og ég var að lesa þessa bók, fylgdist ég með fréttapistlum vinkonu minnar Bjarkar Vilhelmsdóttur, sem hefur nú um nokkurt skeið verið nokkurs konar vitni á vettvangi.  Allt stemmir, enn er verið að ræna landi, enn er verið að storka fólki og lítilsvirða það.

Hversu lengi verðum við að horfa á þennan ójafna leik.

Myndin er frá Björk Vilhelmsdóttur


Bloggfærslur 27. nóvember 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 187294

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband