Það sem allir vilja verða en enginn vill vera

Það er sagt að allir vilji verða langlífir en það vill samt enginn vera gamall.

Mér datt þessi mótsögn í hug þegar fjaðrafokið varð út af blaði, sem fólk fékk inn um lúguna hjá sér. Þótt ég hafi orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að eldast, hefur mér aldrei hugkvæmst að skoða lestur minn út frá þeirri breytu. Ekki fyrr en uppistandið varð út af blaði Landssambands eldri borgara en margir urðu hvumpnir þegar blaðið barst þeim. Ég hef reyndar fengið þetta blað í mörg ár án þessa að verða hvumpin en stundum hef ég pirrast yfir að því að mér fannst lítið í blaðinu fyrir mig. 

Vegna umræðunnar ákvað ég að lesa blaðið skipulega, meta það.

Blaðið, sem er gefið út af tilefni 25 ára afmæli landssambandsins hefst á kveðju frá formanni LEB og ávarpi frá forseta. Í báðum tilvikum er reynt að afmarka þennan hóp og skilgreina sérstöðu hans. Síðan taka við greinar með fréttum úr starfinu og fræðandi greinum um málefni sem gætu varðað eldri borgara öðrum fremur. Í þeim flokki eru t.d greinar um Hamingju á efri árum, aukakíló, áfengisveitingar  á elliheimilum og þjónustu TR. Loks eru greinar sem flokka mætti sem afþreyingu. Dæmi um það eru:krossgáta, vísnahorn, fræðsluhornið (matur og prjónauppskriftir) og margt fleira. Þetta er sem sagt fjölbreytt efni en kannski ekkert sem beinlínis heillar mann, ef maður er ekki á kafi í félagsmálum þessa hóps.

Lesturinn leiddi hug minn ósjálfrátt að öðru blaði (ef blað skyldi kalla) sem ég ánetjaðist í þetta eina sinn sem ég hef verið gestur í frístundabústaðaparadís á Spánarströndu. En íbúarnir þar eru flestir við aldur. Ég fór þangað með vinfólki og reyndi að falla inn í lífsmátann. Til að fá fregnir af því sem sem er á boðstólum, lásum við upplýsinga og auglýsingabækling á þýsku. Það sem ég féll fyrir var þó ekki það sem ég gat keypt, heldur brandarar sem voru á við og dreif um ritið. Þeir voru missvæsnir og merktir með gulum, appelsínugulum og rauðum lit. Þetta fannst mér skemmtilegt enda fór mér fram i þýsku meðan ég bjó þarna. Síðan hefur þáverandi gestgjafi minn passað upp á að taka með sér skatta af slíkum brandarablöðum í hvert sinn sem hún kemur heim úr dvöl sinni. 

Af því ég sit nú með ólesinn bunka, fór ég ósjálfrátt að bera þessi rit saman og reyna að skilgreina út frá því hvað einkenni gamalt fólk. Mér sýnist að fólkið hér heima sé upp til hópa félagslynt og þyrst í fróðleik meðan eldri borgararnir á Spáni virðast klámfengar eyðsluklær.  En ég ætla ekki að segja ykkur hér hvort blaðið freistar mín meira.

Að lokum. Ég var búin að þýða einn ósmekklegan brandara sem sýnishorn. Það átti að vera til þess að þið lesendur gætið séð muninn á þessum menningarheimum aldraðra. En þegar til kom fannst mér hann of kvenfjandsamlegur, svo ég eyddi honum. Vil ekki taka þátt í að dreifa óþvera.

Noðurstaða mín varðandi lesefni fyrir þennan hóp er að það þurfi að vera fjölbreytt, því þetta er fyrst og fremst venjulegt fólk. Við erum alls konar 

 


Bloggfærslur 5. maí 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187346

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband