Falinn fjársjóður: Draumur um veruleika: Helga Kress

image

"Af hverju var þetta ekki sagt mér" var það fyrsta sem mér datt i hug, þegar ég las safn smásagna, 22 sögur sem Helga Kress sá um útgáfu á,  1977. Hún  ritar auk þess formála. Þetta eru smásögur eftir kvenrithöfunda, útgefnar á tímabilinu 1880 til 1977.

Fyrst af öllu furðaði ég mig á því, hvernig þessi bók hafði getað farið fram hjá mér og það var ekki laust við að ég skammaðist mín. Já, ég skammaðist mín niður í tær. Hver einasta kona með snefil af sómatilfinningu hlýtur að hafa lesið þessa bók fyrir löngu síðan. 

Þannig leið mér. En svo fann ég afsökun og leið ögn betur. Ég bjó nefnilega í Svíþjóð á þessum  árum og fylgdist takmarkað með því sem var að gerast á Íslandi. 

Það gladdi mig mikið að finna þarna mína uppáhalds smásögu eftir tengdamóður mína Þórunni Elfu  (Er Jósefína búin að ráða sig?)  og enn vænna fannst mér um að rekast á sögu eftir fyrrverandi kennara minn úr barnaskóla, Oddnýju Guðmundsdóttur (Stefnuvottar). Reynar voru allar sögurnar skemmtilegar - og fræðandi. 

Ég get ekki skrifað blogg um 22 smásögur, það myndi engin nenna að lesa það. En mig langar að víkja að sögunni sem safnið heitir eftir Draumur um veruleika, eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Sagan fjallar um heimavinnandi húsmóður sem er í raun þræll á eigin heimili og fær aldrei neitt þakklæti fyrir störf sín. Þetta er næstum fyndið. Við lesturinn rifjaðist upp fyrir mér gamall tími. Tími þegar þegar ekki tíðkaðist að ræða um mat, nema þegar eitthvað var að, og auðvitað bar húsfreyjan ábyrgð á því. 

Ég man svo vel eftir því hvenær ég heyrði fyrst umræður um mat, sem ekki var misheppnaður, að ég gæti næstum dagsett það sem atburð. Það var í páskafríi 1962 eða 63. Ég var gestur hjá vinkonu minni á Sauðárkróki og það var spjallað yfir borðum. "Mikið ljómandi brauð er þetta, svo hæfilega mjúkt en þó með stökkri skorpu". Og fleira og fleira. Mér fannst þetta svo merkilegt að ég kunni ekki við að leggja orð í belg og velti lengi fyrir mér af hverju fólkið talaði svona. Það var líka á þessu heimili sem ég varð vitni að opinni umræðu um kynlíf. Einn morguninn kom gestur sem settist til borðs með fjölskyldunni. Hann sagði að hann hefði rétt í þessu verið að uppgötva að hann væri endanlega náttúrulaus. Þetta fannst mér merkilegt í tvennum skilningi. Mér fannst stórmerklegt að þessi kall skyldi hafa einhverja náttúru, það hvarflaði ekki að mér að hann væri kynvera, kominn á sjötugsaldur og mér fannst enn skrýtnara,  að hann skyldi vilja ræða um það. 

En þetta um borðhaldið á Sauðárkróki var bara innskot frá sjálfri mér, hugurinn fór á flug við að lesa þessa merkilegu bók. Mér fannst hún svo dýrmæt að nú langar mig til að allir lesi hana. Og í fyrsta skipti á ævinni langar mig til að biðja lesendur mína sem hafa aðgang að Feisbók að deila blogginu svo allir njóti.

 Myndin er af sóleyjum í varpa


Bloggfærslur 30. júní 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 187294

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband