Væntingastjórnun: Pólitík er ekki vara

image

Í síðustu viku lærði ég nýtt orð, væntingastjórnun. Það var ein af fjölmörgum skýringum sem ég hef heyrt undanfarið á slöku gengi Samfylkingarinnar. Það var stjórnmálafræðingur sem notaði orðið. Samfylkingin hefur sem sagt ekki haft stjórn á væntingum. Í sömu viku heyrði ég ekki bara einn, heldur tvo segja að frambjóðendur í formannskjöri Samfylkingarinnar, væru ekki ferskir. Það væri lítill ferskleiki yfir þeim. Allt í einu sló það mig að það er farið að ræða um pólitík eins og hverja aðra vöru, eins og hún sé búin til á auglýsingaskrifstofum og markaðssett. Er pólitík vara?

Einhvern veginn fellur mér ekki við þessa framsetningu. Mér fellur ekki heldur talið um gömlu flokkana, svo ég tali nú ekki um fjórflokkinn, enda gömul sjálf. Stefnumið flokka verða til í samstarfi fólks og pólitík ræðst,að ég held, af því hvernig tekst að koma áformum í verk.

Samfylkingunni tókst því miður ekki að koma í framkvæmd mikilvægum verkefnum. Því miður hugsa ég sem er gegnheil Samfylkingarkona og þori að segja það. Þetta síðasta segi ég vegna þess að Samfylkingin hefur um nokkuð skeið orðið fyrir mikilli gagnrýni. Það er reyndar eðlilegt og gott að stjórnmálaflokkar séu gagnrýndir. En það er ekki síður mikilvægt að átta sig á því, á hverju sú gagnrýni byggist.

Annars vegar er um að ræða gagnrýni frá andstæðingum, þ.e. stjórnmálaöflum sem eru andvíg því sem flokkurinn stendur fyrir. Hins vegar er um að ræða gagnrýni, sem kemur frá fólki sem virðis vera sammála stefnumálinum en telja að það hafi ekki verið farið rétt að.

Það er munur á þessu tvennu. Í fyrra tilvikinu, þegar gagnrýnin kemur frá mótherjum, finnst mér oft gilda, því meira því betra.

En í hinu síðarnefnda er mikilvægt að hlusta vel eftir hvað þarna er á ferðinni. Margt af þeirri umræðu sem nú fer fram í netheimum, hefði áður fyrr líklega farið fram í þrengri hópi hugsanlegra samherja. Tímarnir hafa breyst og vonandi til góðs ef rétt er á haldið. Það er mikilvægt þegar þessi gagnrýni er skoðuð að muna að Samfylkingin hefur átt sér volduga andstæðinga. Sterk viðbrögð pólitískra andstæðinga er fagnaðarefni, og síst til að kvarta yfir. 

Til viðbótar við þessa ganrýni úr ólíkum áttum bætist auðvitað við nöldur fólks sem hefur misst trú á alla pólitík (að eigin sögn). Sárast finnst mér þó að hlusta á fyrrverandi samherja sem senda kaldar kveðjur til þeirra sem hafa tekið við keflinu. Stundum lítur út fyrir að allir hafi rétt á að hnjóða í þennan flokk. Óskemmtilegt. Eða það finnst mér að minnsta kosti sem hef verið stuðningsmaður Samfylkingarinnar frá upphafi.

Það er vor í lofti og framundan eru tvennar kosningar. Ég var að kjósa formann Samfylkingarinnar og þessar vangaveltur urðu til í kjölfarið.  Mér fannst gaman að fá tækifæri til að velja á milli fjögurra álitlegra valkosta. Mér finnst kosningaár skemmtilegri en önnur ár, því það er svo mikið um að vera í samfélaginu. Pólitík er ekki vara, hún er miklu dýrmætari en svo. Það væri nær að líta á hana sem lífssýn eða hugsjón (kannski gamaldags) sem við búum til saman og eigum saman. 

Ég er orðin þó nokkuð fullorðin  og ég hef verið í stjórnmálaflokki síðan ég fékk kosningarétt og ég er stolt af því. Þannig getur maður tekið þátt í að móta stefnu þess flokks sem maður telur að sé líklegastur til stuðla að samfélaginu sem maður vill lifa í.  


Bloggfærslur 31. maí 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 187197

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband