Það er ekki nóg að fórna peði!

image

Strax og það var ljóst að það stæði til að munstra hinn tiltölulega póliskt óreynda formann Framsóknarflokksins í stöðu forsætisráðherra vissi ég að þarna var í gangi pólitískt spil sem allir myndu tapa á. Samstarfsflokkurinn, sem hafði í raun meira fylgi á bak við sig, sá sér leik á borði að nýta tækifærið og vinna að hagsmunamáli sínu, að þjóna umbjóðendum sínum. Þeir láta að því liggja að þeir leggi áherslu á að byggja upp og styrkja atvinulífið en eru í raun að fyrst og fremst að tryggja hag fjármagnseigenda. Og þetta gerir ríkisstjórn öll í skjóli manns, sem er raun peð en veit ekki af því.

Fjármálaráðherra  hefur orðið vís að því að hygla frændgarði sínum og hann er líka á listanum fræga um fólk sem er að hlaupast undan merkjum sem ábyrgir þegnar. Það er í mínum huga smærra mál en vanræksla hans í starfi. Þar á ég við beint niðurrif á mikilvægum stofnunum sem þjóna hagsmunum almennings. Það er í hans verkefni að afla fjár til að reka þetta þjóðfélag fyrir fólkið í landinu. 

En skákin er ekki búin. Ég kann ekki mikið í skák, lærði þó mannganginn á unga alri.  Mig minnir að peð sem kemst alla leið upp í borð mótkeppanda verði drottning. Voldugasti maður taflsins.

Staða þessa undarlega máls nú er sú, að nýju peði hefur verið teflt fram og það er kominn alveg upp í borð andstæðingsins, sem ég held að sé þjóðin. Staðan peninga-greifanna styrkist. 

Það er greinilega þörf á fleiri stórum mótmælafundum.

Myndin er af babúsku sem felur inn í sér leiðtogana í stóru landi.

 


Bloggfærslur 5. apríl 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 187268

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband