Michel Houellebeck: Góður? Ég veit það ekki

 imageMeð hvaða mælikvarða met ég bækur? Ég veit að slíkur algildur kvarði er ekki til, sem betur fer, við göngum með hann innra með okku. Líklega er hann breytilegur, vex fram, þróast smám saman. Nú ætla ég að reyna að finna minn.

Bókin þarf að skapa heim sem ég trúi og mig langar til að vita meira um. 

Persónurnar þurfa að vera trúverðugar, mér þarf ekki að geðjast að þeim. En mér leiðast bækur með fölki sem er allt jafn óheilt og/eða ómerkilegt. Líklega af því þetta stemmir ekki við mína heimsmynd. 

Bókin þarf að hafa innbyggða einhvers konar ráðgátu, sem gerir mig forvitna svo ég verði spennt að lesa meira. Af hverju er þetta svona?

Þetta þrennt eru einhvers staðar frumforsendur, til að bökin verði góð, en það þarf fleira að koma til.

Bókin þarf að skapa hughrif. En þá er ég komin að þeim þætti bókmennta sem erfiðast er að skilgreina en þó er þetta einhver mikilvægasti þátturinn. Bókin þarf að koma við þig, stækka heiminn, auka skilning þinn á samhengi hlutanna. Hjálpa þér til að skilja annað fólk og sjálfa þig. Það er mikilvægast. 

Bókin þarf að færa mér eitthvað nýtt. Hún má ekki vera eins og sumarleyfisstaður, sem maður er búinn að heimsækja svo oft og lengi að ekkert bætist við. 

Það eru sem sagt engar smákröfur sem ég geri til rithöfunda. Ástæðan til að ég fór að grufla í þessu núna er að ég var að ljúka við bók sem á að vera góð, maðurinn er heimsfrægur og hefur verið orðaður við Nóbelsverðlaunin. Samt er ég ekki almennilega sannfærð um að mér falli bókin. Mér finnst hún vera svona miðlungs krimmi, bækur Arnaldar Indriðasonar eru betri. Finnst mér. En bestu bækurnar hans eru líka afburðagóðar. 

Bókin var Kortið af heiminum eftir Michel Houellebecq (mikið er þetta erfitt í stafsetningu). Ég hef lesið eina bók áður eftir Houellebecq, Öreindirnar og mér féll hún ekki heldur og hélt þá að það væri vegna þess að mér leiðist klám. Þótt það sé bókmenntalegt. Nú veit ég að það er ekki ástæðan, heldur hitt að mér er eiginlega sama um fólkið. Trúi ekki almennilega á að það sé til svona fólk. Aðalpersónan hugsar eins og robot. Og þegar betur er að gáð eru aðrar persónur svipaðar. Sálfsagt mætti setja á hann og fleiri einhvers konar röskunargreiningu en mér leiðist að afgreiða fólk með greiningarstimplum. Þetta eru manneskjur. 

Nú er ég búin að segja hvað hvað mér mislíkaði. Ég hefði kannski átt að gera það strax en það er margt sem gerir bókina læsilega. Hún er fyndin, hún er spennandi og höfundur kemur manni oft á óvart. Ekki svo slæmt. Nú ætla ég að lesa eina bók enn eftir þennan höfund, Undirgefni. 

Bækur Houellebeck eru þýddar af Friðriki Rafnssyni, sem mér er sagt að sé mjög traustur þýðandi því trúi ég , því mér fannst bókin á lifandi og góðri íslensku.

Myndin er tekin af mér í París ekki langt frá vettvangi sögunnar


Bloggfærslur 21. mars 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187273

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband