Svo þú villist ekki í hverfinu hérna: Patrick Mondiano

image

Ég var undir það búin að það gæti verið snúið að lesa þessa bók. Ég hafði bæði fylgst með umræðu um höfundinn vegna Nóbelsverðlaunanna og umfjöllun um bókina sjálfa. Einhvern veginn hafði ég á tilfinningunni að bækur þessa höfundar væru ekki fyrir hvern sem er. En ég vissi ekki á hvaða hátt þær væru svona sérstakar. Ég vissi heldur ekki hvort ég væri hver sem er. 

Það var því ekki fyrr en bókaklúbburinn ákvað að bókin skyldi lesin, að ég lét verða af því að lesa bókina. Stundum virkar umfjöllun um bækur hamlandi fyrir mig.

Bókin er ekki löng, 176 bls. og  þrjár og hálfa klukkustund í afspilun. Örlítið kvíðin en þó spennt, hóf ég lesturinn. Kvíðin vegna þess, að ef til vill næði ég ekki skilja skáldskapinn en spennt vegna þess að þarna var Nóbelsverðlaunahafi á ferð og bókin auk þess þýdd af manni sem ég ber mikið traust til, Sigurður Pálsson. Með þessar vangaveltur í farteskinu hóf ég lesturinn. En með opnum huga. 

Frásagan er einföld. Þetta er saga um mann,að því er virðist einfara, sem verður fyrir truflun á að því sem virðist vera fast móttað og tilbreytingarlítið líf, með því að þurfa að rifja upp gleymda atburði. Lesandinn fær lítið að vita um þennan mann, hann er ríflega á miðjum aldri og hefur skrifað bækur. Reyndar efast lesandinn líka um hvort maðurinn viti almennilega sjálfur hvað á daga hans hefur drifið. Sagan gerist í París. 

Fólkið sem truflar hið kyrrláta líf sögumannsins er ekki síður órætt en sögumaðurinn. Líklega er þetta einhvers konar óreiðufólk. En upprifjun löngu liðinna atburða hefst og við fylgjumst með höfundi rifja upp persónur og atvik sem gleymskan hefur falið. Á þennan máta verða til þrjú tímaskeið.  Ég þarf að hafa mig alla við til að tapa ekki þræðinum en þó er frásögnin einföld og áreynslulaus. Það er svo mikil værð yfir þessari bók að ég þurfti að passa að sofna ekki.

Í bókinni er órætt andrúmsloft, kvíða og söknuðar eða e.t.v hræðslu. En mér féll hún vel. Ég ákvað að hlusta á hana eins og tónlist, hennar get ég notið án þess að finnast ég þurfa að skilja hana. 

Ég hlakka til að hitta stöllur mínar í bókaklúbbnum og hlusta á þeirra sjónarmið. 

Kannski ættum við að bregða okkur til Parísarborgar?

Að lokum: Ég hlustaði á þessa bók í tvígang. Í millitíðinni hafði ég lesið Aftur á kreik: Er ist wieder da,bókina um endurkomu Hitlers, sem ég skrifaði um í síðasta pistli mínum. Ólíkari bækur er tæpast hægt að hugsa sér. 

Myndin er frá París en reyndar ekki frá slóðum þessarar sögu (EÓ)

 

 


Bloggfærslur 29. febrúar 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 187424

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband