Feitasti maður Íslands

IMG_3261

Breyttir tímar, saga í Langbylgju Gyrðis.


Það er langt síðan ég hef skrifað um bækur. Það er ekki vegna þess að ég sé hætt að lesa, það er vegna þess að bókin sem ég ætlaði að skrifa um þvældist svo fyrir mér. Ég vissi ekki hvað hvað ég gat sagt um Felix Krull eftir Tomas Mann. Mér líkaði hún ekki og fannst að ég  þyrfti að rökstyðja það vel því  þarna var  á ferðinni, bók eftir frægan rithöfund og Nóbelsverðlaunahafa.
Til að ná úr mér ónotunum eftir Felix Krull,  dembdi ég mér í að lesa þær bækur sem ég átti ólesnar eftir Arnald Indriðason, Skuggasund, Röddina, Svörtuloft og Vetrarborgina. Ég tel þær upp í þeirri röð sem ég las þær. Nýjustu bókina las ég ekki því ég ætla að geyma mér hana til jólanna. Ég kann ekki að skýra vanrækslu mína á að lesa Arnald,  trúlega hef ég fengið þá meinloku í höfuðið að halda mig frá glæpasögum. Sú hugmynd kemur reglulega upp hjá mér.
Að Arnaldi loknum, hóf ég lestur á bók Gyrðis Elíassonar, Langbylgju og það var hún sem fékk mig til að setjast við tölvuna og halda áfram þar sem frá var horfið að skrifa um bækur.
Ég nota bækur eins og pillur til að láta mér líða vel. Stundum knúin áfram að fróðleiksþörf, stundum þarf ég bækur um tilvistarvanda mannsins, stundum þarf ég spennandi bækur sem fá mig til að gleyma áhyggjum. Bækur lækna svo margt. Bækur Gyrðis nota ég sem smyrsl fyrir sálina. Allt þetta var óþarfur útúrdúr.
Í Langbylgju fjallar ein sagan um erfiðleika drengs. Hann segir frá því, þegar pabbi hans var tilnefndur sem feitasti maður Íslands og rauk beint af stað með að undirbúa sig undir keppnina feitasti maður Evrópu. Innkaupapokarnir þyngdust og heimilisfaðirinn át og át. Drengurinn missti lystina og móðir hans líka. Hann var næstum orðinn að engu. Það er svartur húmor sem einkennir þessa sögu en ég hef samúð með drengnum og móður hans.
Allt í einu sló það mig að þessi feitasti maður Íslands minnti mig á eitthvað nýlegt dæmi. Var ekki fjármálaráðherrann okkar, sem er svo huggulegur og vel til fara,  að segja að við hefðum aldrei haft það betra? Og kom ekki í ljós að það höfðu það ekki allir jafn gott og hann? Mikið rétt en Gyrðir er örugglega ekkert að hugsa um hann.
En svona eru bækur. Þegar þú lest verður til nýr skilningur, skýringar sem þú þarft hér og nú.
Kannski vinnur feitasti maður Evrópu keppnina í Póllandi og kannski mun fjármálaráðherranum líða enn betur.

Myndin er af bláklulku, ekkert blóm lætur eins lítið yfir sér og bláklukkan. Hún sem er svo fallegt. 

 


Bloggfærslur 14. desember 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 187269

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband