Tilvistarlegar vangaveltur Einars Más Guðmundssonar

 Hundadagar:Einar Már Guðmundssonimage

Ég las ekki bókina, heldur hlustaði ég á Einar Má lesa hana. Ég er nefnilega farin að sjá verr, telst lögblind. Þess vegna hef ég aðgang að Hljóðbókasafninu. Ég er heppin. 

Reyndar finnst mér í flestum tilvikum skemmtilegra að lesa en hlusta en það þýðir svo sem ekkert að vera að velta þessu fyrir sér. En í þessu tilviki er þetta lán í óláni, því það er svo gaman að heyra Einar lesa eigin texta. Reyndar er ekki eins og hann sé að lesa, það er eins og hann sé að tala við mann. Stundum langar mig til svara, leggja orð í belg.

Einar er að velta fyrir sér heimspekilegum og tilvistarlegum spurningum, sem maður veit að það eru ekki til svör við. Það er samt óhjákvæmileg nauðsyn að spyrja. 

Það mætti líka segja að Einar sé að velta fyrir sér gangi sögunnar í ljósi nokkurra einstaklinga, skoða hvernig örlagaþræðirnir liggja og fléttast saman. 

Aðalpersóna þessarar sögu er Jörundur Hundadagakonungur. Hann er lykillinn. Jörundur, þessi draumóramaður, hann er veiklunda en snjall. Honum er borið á brýn að vera lýðræðissinni og byltingarmaður en er sjálfur fangi eigin lasta, spilafíknar og áfengissýki. Í lífinu er hann oft með góð spil á hendi en hann spilar illa úr þeim. Aðrar persónur sem Einar leiðir fram, eru Jón Steingrímsson eldklerkur og Finnur Magnússon leyndarráð með meiru. Og svo auðvitað stúlkurnar Guðrún Einarsdóttir Johnsen og Nora Corbett, konan sem hann giftist í útlegðinni.

Kannski er hægt að flokka bókina sem sögulega skáldsögu. Og ef maður les hana sem slíka, minnir tónninn í henni á Svartfugl Gunnar Gunnarssonar. Ef maður les hana sem glæpasögu, þeir eru margir glæpirnir í þessari bók, fer maður að velta fyrir sér hverjir séu mestir glæpamenn, hinir dæmdu eða stjórnvöldin sem setja lögin og framfylgja þeim. Reyndar þjónar engum tilgangi að flokka bækur, en hugurinn er alltaf að flokka.

Bækur eru til að njóta þeirra og til að spegla sig og samtíð sína í þeim.

 


Bloggfærslur 25. janúar 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 187338

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband