Hrói og Gói í Þjóðleikhúsinu

Leihúsárið byrjaði hjá mér í fyrradag. Við hjónin erum í áskrift að fjórum sýningum í Þjóðleikhúsinu og í fyrradag var Hrói höttur á fjölunum. Ég vissi að þetta myndu verða Hróiloftfimleikar af því Vesturport var þarna á ferð, en velti fyrir mér hvort áherslan yrði lögð  á ástarsöguna eða á byltingarmennina í skóginum. Svona undirbýr maður sig í huganum fyrir leikhús. 

Strax og ég sá sviðið, leikmyndina, vissi ég að þessi leikhúsferð yrði heppnuð. Rjóðrið í Skírisskógi er undurfagurt og bjartir seiðandi tónar í anda sólargeislanna  sem hríslast milli trjágreinanna lýstu upp rjóðrið og flæddu um sviðið. Sagan af Hróa og félögum var sjálfri sér lík. Það eru til mörg afbrigði af þessari þjóðsögu og líklega er sagan okkar Íslendinga um Höllu og Eyvind, lituð af henni. 

Í þessari útgáfu var ástarsögunni og baráttu hinna góðu fyrir réttlæti þægilega blandað saman. Vonda fólkið alveg hræðilega vont, svo það var var lítið hik á áheyrendum að það ætti hið versta skilið. 

Það var svo margt gott og frábært við þessa sýningu að erfitt er upp að telja. Framsögnin var góð. Þessu tek ég eftir, mér hefur fundist að framsögn hafi hrakað í leikhúsum upp á síðkastið. Svo var ekki hjá Hróa, Mariönnu og félögum. Söngur, tónlist, leikur og hreyfingar mynduðu eina heild svo oft fannst mér ég væri að horfa á dans frekar en leikrit.

Það er einhver sérstakur blær yfir þessari sýningu. Í fyrstu fannst mér hún bera keim af kvikmyndum og myndasögum en fannst þó að það var eitthvað við þá hugmynd sem ekki passaði. Og allt í einu sá ég það.

Þessi Hrói er eins og tölvuleikur. Ég tek það fram að þann heim þekki ég einungis útundan mér í gegnum barnabörnin. Ég hef átt erfitt með að skilja hrifningu þeirra en allt í einu opnaðist fyrir mér að kannski sæju þau eitthvað allt annað en ég, þegar þau sitja við skjáinn. Kannski sjá þau í tölvuleikjunum það sem ég sé núna á sýningu Þjóðleikhússins.

Það var gaman á Hróa hetti, jafnvel þótt Hrói væri e.t.v ekki aðalkallinn. Kvenhetjan er ekki síður öflug. Reyndar má einnig segja að illmennið eigi sér kvenkeppinaut í illmennsku en það er engin önnur en Henríetta, systir Maríönnu. En öflugust er heildin sem skapast á sviðinu, það er hún sem gerir trykkið. 

Áhorfendur skemmtu sér, líka börnin en það voru mörg börn meðal áhorfenda. 

Minn maður í þessu verki var Gói, sem sló svo rækilega í gegn í leikritinu sem Pierre, að ég yrði ekki hissa ef ég frétti að hann hefði nú verið settur yfir í Skírisskógi.

  


Bloggfærslur 15. september 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 187268

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband