Der Schneegänger: Bók er ástríða

Var að ljúka við bókina Der Schneegänger eftir Elisabeth Herrmann. Þetta er önnur bókin sem ég les eftir þennan höfund. Sú fyrri var Das Dorf der Mörder og það eru sömu persónur í lögregluteyminu. Þær eru vel dregnar, trúverðugar og lifandi. Sagan gerist í Berlín, það er kaldur vetur.

Sagan hefst á því að það finnst lík af dreng sem hvarf fjórum árum fyrr. Gehring lögregluforingi og hans lið er fljótt að komast að því  hvaða drengur þetta er með því að skoða skrá um týnda einstaklinga. Þetta er sonur króatískra foreldra, móðir hans kom til Þýskalands sem þjónustustúlka en faðir drengsins er líffræðingur sem vinnur við rannsóknir á úlfum. Aðstæður hafa nú breyst, foreldrarnir hafa skilið og þjónustustúlkan er nú gift fyrrverandi húsbónda sínum. Þar sem Lutz Gehring lögreglu foringi talar ekki króatísku, leitar til Sanelu Beara sem er króatískur innflytjandi.  Hún hefur verið götulögga en ætlar að vinna sig upp innan lögreglunnar og er því að bæta við sig námi. Henni er ekki ætlað stórt hlutverk í rannsókninni, en það fer þó svo að hún villir á sér heimildir og ræður sig sem þjónustustúlka á heimili móður drengsins og stjúpföðr. Þannig kemst hún á snoðir um ýmislegt óvænt.

Höfundur leikur sér með nöfn, svo fljótlega fer lesandi að leita skýringa fyrir utan bókina. Heimilisfaðirinn heitir Günther og synirnir Sigfried og Tristan. Þarna koma líka við sögu Dianna, Lida og fleiri þekktar goðsögulegar persónur. 

Höfundi lætur afar vel að lýsa umhverfi og aðstæðum og mér, lesandanum, finnst ég vera þarna með þessu fólki. Og ég var í stöðugri óvissu um hverjum ég á að treysta, því einhvers staðar meðal meðal þeirra er misindismaðurinn.

Ég hlustaði á bókina en var líka með hana sem rafbók mér til glöggvunar, það er gott, sérstaklega til að átta sig á nöfnum. Það er talsvert oft skipt um sjónarhorn og þá er betra að vita strax hvar maður er staddur. 

Mér fannst þetta skemmtileg bók og mig langar til Berlínar.

 

Eftirmáli um bóklestur

Það er ýmislegt hægt að gera nú til dags þótt sjónin hafi daprast. Ég hef verið að æfa mig í að hlusta í stað þess að lesa. Enn ég fæ ég þó ekki eins mikið út úr því, það er kominn milliliður milli mín og textans. Ekkert jafnast á við bók sem hægt er að handleika og fletta. Ég reyni að bæta mér þetta upp með því að kaupa rafbækur, því þá get ég stækkað texann. En rafbækur ilma ekki. 


Bloggfærslur 14. ágúst 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 187242

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband