Femme fatale

image

Mig dreymir um fjölmiðla sem fjalla um mikilvæg mál með skýrum hætti svo ég fræðist og skilji betur það sem er að gerast í heiminum. Mig dreymir um fjölmiðla sem stækka heiminn.

Í staðinn fæ ég endalausar frásagnir af einstaklingum. Þeir þurfa helst að vera frægir og ef þeir eru það ekki, verða þeir það. Mig langar ekkert til að lesa um þetta fólk. Ég vil kynnast fólki sjálf eða lesa um það í bókum.

Síðustu daga hefur þó alveg tekið steininn úr. Allt í einu eru tvær konur orðnar orðnar heimsfrægar á Íslandi og þjóðin stendur á öndinni. 

Ósjálfrátt fer éeg að rifja upp hvernig ,,femme fatale" útleggist á okkar ylhýra máli. Hef reyndar aldrei séð það í fleirtölu, kann ekki frönsku, en giska á ,,femmes fatales". Það er reyndar ekki langt síðan að ég fletti þessu orði/hugtaki upp og las mér til um það. Það kom til, vegna þess að ég var að lesa Dostojevskí og langaði að fræðast. Rakst þá á orðið í bókmenntlegri umræðu um tvær konur. Það voru þær Grushenka (Karamazovbræðurnir) og Nastasia Pilippovna (Fávitinn). Þessar konur eiga það sameiginlegt að töfra karla og verða örlagavaldar. Þær eru hrífandi. En það voru ekki bara þessir töfrar sem þær áttu sameiginlega. Þær áttu það líka sameiginlegt að vera fórnarlömb. Þær höfðu verið misnotaðar í bernsku. Í 19. aldar Rússlandi, þýddi það að framtíð þeirra var eyðilögð. Svívirt kona var ekki giftingarhæf.

Ég er nú engin sérfræðingur í femme fatale, þótt ég hafi lesið mér svolítið til um það, vegna þeirra Grushenku og Nastasíu. En vegna þeirra, hrökk ég ósjálfrátt við, þegar pressan okkar var allt í einu komin með, að því er virtist, tvær ,,femmes fatales" í öll fréttamál. Ég er á verði. Svo man ég að við erum stödd á 20. öldinni en ekki þeirri 19. En hefur eitthvað breyst? 

 

Konan á myndin er  Mata Hara 

 


Bloggfærslur 5. júní 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 187303

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband