Mótmæli 17. júní

image

Ég verð ekki í Reykjavík á 17. júní. Ég er á leiðinni heim, til æskustöðvanna. En ég fylgist með því sem er að gerast í hinum stóra heimi í gegnum nútímatækni, netið. Og mig langar til að leggja mitt að mörkum í umræðunna. 

Las umræðu um mótmæli 17. júní. Þetta er ekki í fyrst sinn sem það er mótmælt 17. júní og vonandi ekki það síðasta. 

Í gamla daga þegar ég var ung, stóð Æskulýðsfylkingin að útifundi 17. júní með eigin dagskrá. Ég var þá formaður Reykjavíkurdeildarinnar og bar formlega ábyrgð á þessari framkvæmd.  En við vorum mörg og það var hugur í fólki. Við vildum gera 17. júní að virkum baráttudegi umbóta þar sem dagskráin einkenndist af því sem fólki lá á hjarta. 

Það er langt síðan, ég man ekki einu sinni hvaða ár þetta var, eða nákvæmlega hvað var á dagskrá. En það var eitthvað sem okkur fannst verðugt þá. 

Í þá daga var mikil vinna að því að undirbúa slíkan fund. Í fyrsta lagi þurfti að sækja um leyfi til lögreglustjóra Reykjavíkur, sem við gerðum. Við fengum höfnun en fundum glufu í kerfinu með því að halda hann á einkalóð og auglýstum fund. Ég sem var formaður kölluð á fund hjá lögreglustjóra Reykjavíkur. Hann tilkynnti mér að öll slys og óhöpp sem hlytust af slíkum fundi yrðu á mína ábyrgð. Ég var óstyrk, en gerði mér grein fyrir að svona lagað var ekki hægt. Fannst lögreglustjórinn sætur. Það hjálpaði.

Fundurinn gekk bara vel. Án slyss á mönnum.

Minning mín um þennan baráttufund er notaleg og nú þegar ég les um stóryrði/klúryrði sem fallið hafa um fundahöld 17. júní, rifjast þetta atvik upp. Mér finnst enn sem fyrr að það hljóti enn að vera gagnlegt að fólk helgi 17. júní mikilvægum málefnum en noti hann ekki bara sem skrautsýningu um sjálfstæði.


Bloggfærslur 16. júní 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 187301

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband