Old Filth: Munaðarleysingi heimsveldis

image

Ég hef verið að hlusta á  söguna Old Filth, í símanum mínum þegar ég skokka og þegar ég fer í strætó. Ég er svolítið tortryggin á að hlusta á bækur í stað þess að lesa þær, ég er að æfa mig. Ég sé að unga fólkið er alltaf með eitthvað í eyrunum, af hverju ekki ég líka?

Bókin er eftir Jane Gardam (f. 1928), breskan höfund, sem ég kunni engin deili á en hef lesið mér til. Þessi kona er vel þekkt, hóf að skrifa um fertugt. Hún hefur skrifað barnabækur, smásögur og skáldsögur og er margverðlaunuð. 

Bókin fjallar um gamlan mann sem hefur misst konu sína og rifjar upp líf sitt. E.t.v væri réttara að segja að hann reyni að kryfja líf sitt, komast að því hver hann er. Minningar vella fram, það er eins og hann ráði ekki við það. 

Hann hefur verið lögmaður og dómari og unnið í Hong Kong. Nafn hans, sem er um leið nafn bókarinnar felur í sér brandara eða sögu. Það er sagt að hann sé maðurinn á bak við orðatiltækið ,, Fail in London, try Hong Kong". En það var einmitt það sem hann gerði. 

Þau hjónin höfðu búið í Hong Kong þar sem hann starfaði sem dómari og þau fluttu ,,heim" til Bretlands til að eyða þar ævikvöldinu. Þau fluttu til Wales. Ég hef heim innan gæsalappa því að eitt af því sem gamli maðurinn stríðir við að finna út úr er hvað er heim fyrir hann.

Hann er fæddur í Malasíu, þar sem faðir hans starfar fyrir heimsveldið. Faðirinn hafði barist í fyrri heimsstyrjöldinni og er farinn illa. Móður sína þekkir drengurinn ekki af því hún lést við fæðingu hans, svo hann er alinn upp af fóstrum. Þegar hann er 5 ára sendir faðir hans hann ,,heim" til að læra tungumálið. Síðan tekur við dvöl á heimavistarskólum. Þeim er reyndar ekki borin illa sagan. Í upprifjun gamla mannins á ævi sinni birtist honum óreiða. Auk þess burðast hann með hræðilegt leyndarmál.

Ég ætla ekki að rekja söguna lengra en í henni felst grimm ádeila á hvernig börn urðu fórnarlömb sóknar heimsveldis eftir völdum og auði. Og enn eru þau fórnarlömb, en þá hugsa ég  til stríðsátaka og flóttafólks.

Bókin er hrein perla, bæði spennandi, hrífandi og á einstaklega fallegu máli. 

Ég ætla að lesa meira eftir þessa konu, t.d The Man With the wooden Hat sem kom út 2009.

Ég er orðin 73 ára og ég veit vel að það fer mér ekki að vera með ,,earhpons" og reiðhjólahjálm og mér finnst ekki enn að hlustun jafnist á við lestur. En það kemur með æfingunni. Jane Gardam var 76 þegar hún skrifaði þessa bók. 


Bloggfærslur 30. maí 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband