Manneskjan er stærri en stríðið: Svetlana Aleksijevitj

image

Það er nokkuð síðan ég keypti bókina, Kriget har intet kvindeligt ansigte (eBók). Bókin er á sænsku þvi, sænska er mitt næstbesta tungumál. Bókin er skrifuð á rússnesku en hefur ekki verið þýdd á íslensku.

Ég vissi það fyrirfram að þetta væri ekki bók sem kastaði yl og birtu inn í lífið, svo það var ef til vill fráleitt að taka hana með fríð en þannig varð það. Nú er ég stödd í Berlín og ég er búin að lesa rúmleg þriðjung. Stríðið er með mér og það á kannski ekki svo illa við, því hér lauk því. 

Bókin byggir á fjölda viðtala sem Svetlana tók við sovétskar konur sem börðust í seinni heimstyrjöldinni. Þær voru kornungar þegar þær skráðu sig í herinn sjálfviljugar. Allar vildu þær komast á vígstöðvarnar. Viðtölin eru tekin 30 árum síðar, þær eru því ekki bara að rifja upp stríðið heldur einnig leggja mat á sitt eigið líf. 

Þar sem ég er núna stödd í Berlín átti heldur  ekki illa við að heimsækja minnisgrafreitinn í Treptow. Hann er í senn minnismerki um hermenn sem féllu á vígvöllum í Þýskalandi (80 þúsund) þar hvíla einnig 5000 hermenn sem féllu í orustunni um Berlin. Það var merkilegt að sjá þetta minnismerki fallinna hermanna og fallinna hugsjóna en minnisvarðinn er reistur af Sovétríkjunum. Reyndar er líka merkilegt að sjá slíkt minnismerki þar sem inngangurinn er sigurbogi í sigraða landinu.

Þetta stríð kostaði mörg mannslíf og miklar þjáningar en mannskepnan virðist þó vera enn í sömu sporum. Styrjaldirnar geisa enn, vopnin eru enn öflugri. Ég ætla að halda áfram með bókina um stúlkurnar sem fóru á vígvöllinn. Ég hef einhvern veginn tekið tryggð við þessar konur og finnst að ég þurfi að fylgja þeim á enda, þ.e. til bókarloka. Meira um það seinna.

 


Bloggfærslur 9. nóvember 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 187301

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband