Stelpubók: Líka fyir fullorðna: Schattengrund

image

Það var gott að taka fram vin minn "Kindle"í hitanum hér á Spáni og lesa þýska bók sem gerist í þýsku vetrarveðri.  Var að ljúka við bók sem ég byrjaði á fyrir nokkru, er að æfa mig í þýsku.

Bókin heitir  Schattengrund og er eftir Elisabeth Herrmann. Ég hef lesið nokkrar bækur eftir þennan höfund og kann vel við hann (hana), þær hafa allar verið með glæpaívafi. Ég áttaði mig fljótt á því að þessi var öðruvísi, einhverskonar ævintýraformúla í gangi. Svo rann það upp fyrir mér að þetta var ekki bara ævintýraleg bók, heldur líka bók ætluð ungum lesendum. Það fannst mér skemmtilegt. En glæpaívafið og spennan var á sínum stað. 

Sagan er um 17 ára stúlku, að verða 18, sem fær í hendurnar arf með skilyrðum. Gömul frænka hefur arfleitt hana að húseign í afskekktu þorpi. Stúlkan, Nico, man óljóst eftir þessari frænku sinni sem hún hefur ekki séð í 12 ár. Af einhvejum ástæðum sem Nico skilur ekki, hafna foreldrar hennar arfinum fyrir hennar hönd en Nico er ekki lögráða. Hún ákveður að fara á laun (segist gista hjá vinkonu) og skoða húsið og þorpið. Ekki tekst betur til en svo að það gengur í óveður og þorpið einangrast. Hún er innisnjóuð. Og nú taka hlutir að gerast sem Nico gat ekki órað fyrir. M.a. kynnist hún ungum manni sem er henni mikil hjálparhella, þótt hún viti ekki alltaf hvar hún hefur hann. 

Ég ætla ekki að rekja söguþráðinn frekar en bókin var bæði læsileg spennandi. Það sem gerir bækur Elisabeth Herrmann góðar er, að hún er góð að draga upp mynd af persónum og umhverfi.  Mér féll bókin vel og held að sama myndi gilda um yngri lesendur. Kannski gætu fleiri en ég notað hana til að æfa sig í þýsku. 

Hef lesið nokkra þýska krimma. Af hverju eru þýskir krimmar aldrei þýddir á íslensku?


Bloggfærslur 1. nóvember 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 187294

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband