Að taka stökkið

 

Það sem einkennir góðan rithöfund er að hann flytur mann til í tíma og rúmi og trúir fortakslaust að hann sé að segja satt, á hverju sem gengur. Ég var að ljúka við bókina Ethan Frome eftir Edith Wharton. Þetta er þriðja bókin sem ég les eftir þessa konu og fyrir um það bil ári síðan vissi ég ekki að hún væri til. Hinar bækurnar tvær voru Age of Innocence og The House of Mirth sem eru New York frásagnir, um líf ungs fólks á 19. öld. Allar þessar sögur hafa verið kvikmyndaðar. 

Ethan Frome kom út 1911 og var strax vel tekið. Andstætt síðari bókum hennar gerist þessi bók í sveitaumhverfi. Frásagan er lögð í munn sögumanns dvelur tímabundið í þorpinu Starkfield í Nýja Englandi. Hann tekur fljótlega eftir manni sem honum finnst skera sig úr. Þetta er hávaxinn maður sem ber það með sér að hann hefur einhverntíma orðið fyrir slysi. Fötlun han er þó ekki meiri en svo að hann fer sinna ferða, hann sér hann fyrst þegar þeir eru að sækja póstinn sinn á pósthúsið. 

imageAðkomumaðurinn forvitnast um sögu hans, sem hann fær í smábrotum frá fólkinu í þorpinu og Frome sjálfum, þegar hann verður veðurtepptur á heimili hans. Nú er tímaklukkan færð 20 ár til baka í frásögninni. 

Frome var bóndasonur sem ætlaði sér að ganga menntaveginn. Hann hafði hafið nám, en var kallaður heim, þegar faðir hans veiktist. Veikindin leiddu föður hans til dauða og þá studdi hann móður sína við reka búið og sögunarmylluna. Síðar þegar móðir hans veiktist fékk hann til sín konu, Zeenu,  til aðstoðar við hjúkrun móður sinnar. Eftir lát móður sinnar ákveður hann að giftast þessari konu. En það var misráðið. Konan var nöldurskjóða og sífellt veik. Vegna veikinda sinna fær Zeena til sín frænku sína, Mattie til að létta undir með sér. Mattie var ráðin í gustukaskyni við og ólaunað en stúlkan var einstæðingur. Ekki tókst þó  betur til en svo að Frome verður ástfanginn af frænkunni sem var yndisleg vera og nú vill, Zeena hana burt af heimilinu.Frome var örvinglaður datt í hug að stinga af með Mattie en brast kjark. Hann sá ekki fram á að geta fjármagnað slíkt uppátæki. Hann vildi þó sjálfur fylgja henni áleiðis þegar hún fór. Þetta síðasta ferðalag átti eftir að draga dilk á eftir sér. Það varð slys og þau sködduðust bæði en lifðu af.  

Eftir slysið voru þau bæði flutt til baka á býlið en nú var það Zeena sem tók að sér að hjúkra þeim. Hún sat uppi með þau og þau með hana. Svo sannarlega ekki happy end. Hún hélt áfram að vera jafn geðvond og heimilisástandið var þrúgadi. 

Þetta hljómar kannski ekki vel í endursögn og því trúlega mistök að vera að reyna að draga það saman. Töfrarnir tapast.  En sagan heldur. Lesandinn trúir hverju orði. Mér fannst sem ég þekkti ekki bara þetta fólk, ég fer strax að rifja upp minningar um annað fólk og aðstæður sem voru nauðalíkar. Son eða dóttur sem aldrei fór, sat eftir af fórnfýsi og/eða skyldurækni. Eða þá aumingjaskap. Tók aldrei stökkið. 

Mér fannst þetta góð bók en af og til meðan ég var að lesa hana, fór ég að hugsa til vesalings veiku og geðvondu Zeenu. Hún fékk litla samúð í bókinni. Athyglin er öll á karlinum og ungu stúlkunni. Og ég velti fyrir mér hvernig Zeenu dagsins í dag væri lýst. Hefur eitthvað breyst? 


Bloggfærslur 21. október 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 187225

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband