Sagan okkar: Svik og prettir

image

 

Í gær hófust fyrirlestrar Miðaldastofu um Sturlungu. Þetta verður röð fyrirlestra, þar sem efnið verður krufið frá ólíkum sjónarhornum, vænti ég. Í fyrra stóð Miðaldastofa fyrir fyrirlestraröð sem var helguð Landnámu. Hún var framúrskarandi og ég reyndi að missa ekki úr dag. Þetta var geisivinsælt.  

Í fyrirlestri gærdagsins, reið Guðni Th. Jóhannesson á vaðið. Fyrirlesturinn hét, Sundrung og svik. Það var yfirskrift yfir því hvað menn hafa sér í lagi dregið fram úr Sturlungu til að leggja áherslu á mál sitt. Fyrirlesturinn var bráðskemmtilegur, Guðni sýndi stiklur úr þingræðum, viðtöl í blöðum og umræður á Feisbók, svo dæmi séu tekin. En merkilegastur fannst mér sá hluti fyrirlestrarins sem fjallaði um:

Getum við lært af sögunni ?

           og

Erum við að túlka söguna rétt?

Í vangaveltum sínum um þessar tvær spurningar fann ég að þarna var vandaður fræðimaður á ferð, það var undir þeim lestri sem kviknuðu hjá mér nýjar hugsanir, nýjar spurningar. 

Ég hlakka til vetrarins. Minn einasti vetrarkvíði tengist nú því að þessir fyrirlestrar verði of vinsælir og  sprengi utan af sér öll salarkynni. Í ljósi þess ætti ég auðvitað ekki að vera  að skrifa þennan pistil, því með því auglýsi ég fyrirlestrana enn meir. 

En mig langaði bara að segja ykkur frá þessu.

 


Bloggfærslur 2. október 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187198

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband