Kiljan: Bækur á færibandi

image

Ég er þakklát fyrir Kiljuna og mér finnst Egill Helgason standa sig frábærlega vel. En mér finnst búið að trimma þáttinn allt of mikið niður og tíminn notaður til að skoða hús og landslag. Hann er of stuttur. Það passar einhvern veginn ekki, finnst mér, að afgreiða bókmenntir á færibandi. Reyndar hef ég séð þetta gert á þýskri stöð (ZDF)í þættinum Der blaue Sofa. Þar fékk gagnrýnandinn bækurnar streymandi inn til sín á færibandi. Sumar fjallaði hann um en öðrum henti hann beint í ruslakörfuna. Það má segja að hann hafi látið verkin tala.  

Í Kilju gærkvöldsins var vikið að nýja Nóbelsverðlaunahafanum, Svetlana Aleksandrovna Aleksijevitj í framhjáhlaupi. Hún var sett á bás sem blaðamennskurithöfundur. Svetlana hóf að vísu ritstörf sem blaðamaður og hefur fengið verðlaun sem slík en Nóbelsnefndin verðlaunar ekki blaðamenn. Þetta kom illa við mig. Ég er að lesa bók eftir hana (Kriget har inget kvinnligt ansikte, ég les hana á sænsku). Á íslensku gæti hún heitið, Stríðið á sér enga kvenlega ásýnd. Bókin byggir á viðtölum en þetta er engin venjuleg viðtalsbók finnst mér. En ef hún er það, þá er það í lagi fyrir mér. 

Mér finnst Svetlana dásamleg. Hún hrífur mig og það sem hún segir um konurnar í sem börðust í stríðinu minnir mig á konurnar austur í Breiðdal, þar sem ég ólst upp. Þar var ekki stríð en hugmyndaheimurinn, hvernig konurnar sjá lífið, svipar til kynsystra þeirra í rússneska hernum. Ég fékk hvað eftir annað kökk í hálsinn meðan ég las. Þannig skrifa ekki blaðamenn. 

En á að setja rithöfunda á bása? Svar mitt er nei. Básar eru fyrir kýr, eða voru. Nútímakýr eiga víst rétt á að vistast í lausagöngufjósum. Reyndar finnst mér, sem þykist hafa vit á flestu, að þessi réttindi kúnna byggist á misskilningi. Það fór vel um kýrnar á básunum, ef þeir voru hæfilega stórir. Það ætti frekar að hugsa um básana sem einbýli með öllum þægindum og þjónustu.

En aftur að Kiljunni og ekki bara Kilju gærdagsins. Kiljan er ótrúlega góður þáttur, en hann þyrfti að vera lengri og mér finnst nýbreytni að heimsækja staði óþarfur. Það er verkefni fyrir Landann, sem er líka fínn þáttur. Okkur veitir ekkert af þessum tíma til að ræða bókmenntir. Nú er tími útgáfuhófanna löngu hafinn, af hverju ekki færa þau inn í stofu til okkar. Við getum sjálf séð um léttar veitingar.

 


Bloggfærslur 15. október 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187226

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband