Meira um hinn syndum spillta Egil Skallagrímsson

Dauðasyndirnar sjö er kristileg pæling, óæskileg hegðun þeirra tíma er listuð upp. Þetta er í raun nokkurs konar túlkun á hvað erfðasyndin ber í sér. En eins og allir vita felur hún í sér að manneskjan er í eðli sinu vond. 

Það hefur verið praktiskt að gera lista yfir það sem bar að varast. Mótsetning syndanna/lastanna eru dyggðirnar sjö, sem eru það sem maðurinn á að leitast við að rækja. Kennimenn fortíðarinnar voru kennslufræðilegir í hugsun og sáu til þess að hver og ein höfuðsynd eða löstur átti sér dýr sem táknmynd. 

Hroki - Páfugl

Öfund - Hundur

Reiði - Úlfur

Leti - Asni

Græðgi - Refur

Ofát - Grís

Munúð - Geit

Það er vissara fyrir mig, áður en lengra er haldið, að taka það skýrt fram, að ég er ekki og ætla ekki að verða, sérfræðingur í syndum. Ég hef einungis lesið mér svolítið til, til að öðlast meiri skilning á Egilssögu. Það hefur mikið verið skrifað dauðasyndirnar, og þrasað. Og það hefur verið reynt að toga og teygja þessi fræði til svo þau henti betur upp á nútímann. Ekki meira um það. Þótt minna hafi verið látið með dyggðirnar, eru þær ekki síður áhugaverðar sem stiklur eða viðmið til að skoða Egil og frængarð hans. Þær er: 

Auðmýkt

Mannúð

Þolinmæði

Iðjusemi

Örlæti

Hófsemi 

Hreinlífi

Það skemmtilega við pörum dyggða og lasta er að yfirleitt má finna hvoru tveggja hjá sömu persónu. Þetta á vissulega við um Egil Skallagrímsson og frændlið hans. Og með þetta veganesti mun ég halda á slóðir Egils. Hann er nú staddur at veislu hjá Arnfiðri jarli á Hallandi. Þar kemur í hans hlut að drekka tvímenning með jarlsdótturinni. Skyldi þarna vera fundið dæmi munúðarinnar sem ég var að leita að ?


Bloggfærslur 26. janúar 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 187212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband