Fréttablaðið: Um hvað er manneskjan að tala?

Las leiðara Fréttablaðsins í dag (ég reyni að renna yfir leiðarann til að fylgjast með). Hann fjallaði um menningamál og það fannst mér gott. Höfundurinn Friðrika Benónýsdóttir gerði grósku i röðum ungra listamanna að umtalsefni, þeir blómstra og sýna mikið frumkvæði og oft frumleika við að koma sér á framfæri. Það er gaman. Það hefur mér reyndar fundist alla tíð að hafi verið aðalsmerki listamanna (en ég er orðin allfullorðin). En það var ekki þessi hluti leiðarans sem réði því að ég gat ekki orða bundist, heldur hitt að i síðari hluta leiðarans hnýtir hún í móttökur 68 kynslóðarinnar á nýrri list. Þetta finnst mér ómaklegt og veit alls ekki um hvað leiðarahöfundur er að tala.

Ég reiknast víst of gömul til að tilheyra þessari rómuðu kynslóð en ég fer alltaf í vörn þegar hún er nídd niður, hvort sem um hana er rætt í þátíð eða fyrir hvað þessi kynslóð stendur nú.  Ég man nefnilega vel eftir því hvað mér fannst andi þessa fólks sem kennt hefur verið við 68 frelsandi. 

Reyndar finnst mér ekki rétt tala um 68 kynslóðina sem einn samstæðan hóp. Það sem einkenndi þessa tíma var að það voru margir hópar, ólíkar skoðanir og mikil átök. 

En þetta fólk hefur elst og er trúlega jafn ólíkt i dag og það var þá. Ég þekki til margra og finnst þeir eigi ekki skilið að fá þessa ónotalegu kveðju frá Fréttablaðinu. Það þarf ekki að slökkva á loga þessa hóps til að lampi nýrra listamanna lýsi.

En líklega er leiðarahöfundur að tala um einhverjar tilteknar persónur, án þess að nefna nöfn. Af hverju segir hún ekki um hverja hún er að tala?

 

 

 


Bloggfærslur 16. júní 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187318

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband