Langar nćtur Camillu Collette

 

camilla_collette.jpgÉg lćrđi dönsku eins og flestir Íslendingar og ţess vegna finnst mér ég geta bjargađ mér á Norđurlandamálunum. Reyndar er kannski fullmikiđ sagt ađ ég hafi lćrt dönsku en ég lćrđi ađ lesa hana og gat skrifađ ţokkalega stíla, en ţegar viđ fengum kennara sem kunni ađ tala hana međ réttu tónfalli, hlógum viđ ađ honum. Síđar átti ég eftir ađ búa eitt ár í Noregi og fjögur í Svíţjóđ. 

Ég rifja ţetta upp vegna ţess ađ ég stend mig ađ ţví ađ kunna ekki nóg, hafa ekki lćrt. Reyndar les ég mikiđ á öllum ţessum málum en núna ţegar ég sit međ ljóđabók á nútímanorsku vantar nokkuđ á ađ ég geti notiđ hennar til fulls.  

Ţetta er bókin Camillas lange netter eftir Monu Hřvring, en ţessa bók tilnefndu Norđmenn til bókmenntaverđlauna Norđurlandaráđs 2014. Bókin er lítil falleg ljóđabók sem byggir á ćvi skáld konunnar og kvenréttindakonunnar Camillu Collette. Camilla var 19. aldarkona (fćdd 1813, dó 1895), samtímakona Fredriku Bremer (1801 - 1865) í Svíţjóđ. Grímur Thomsen var skáldbróđir hennar hér en ég man ekki eftir konu hérlendis sem ég gćti nefnt sem hliđstćđu hennar sem kvenréttindakonu frá ţessum tíma. 

Ég hafđi aldrei heyrt á ţessa konu minnst ţegar ţetta litla kver barst af tilviljun inn á heimili mitt. En ég las mér til og varđ heilluđ. Camille (fćdd Wergeland) skrifađi bćkur og barđist fyrir réttindum kvenna. Hún var systir skáldsins Wergelands og elskađi óvin hans og keppinaut Welhaven. Ég hafđi reyndar heyrt á ţess karla minnst en aldrei lesiđ neitt eftir ţá. En aftur ađ ljóđabókinni.

Camilla hafđi sjálf skrifađ bók sem hét Camillas lange netter, í henni fjallar hún um líf sitt. Ţađ má segja ađ Mona yrki upp ţessa bók og fćri hana til okkar.  Ţetta er  hrífandi lesning. Mikiđ finnst manni alltaf merkilegt ţegar rödd höfundar hljómar til manns frá löngu liđnum tíma og hittir mann í hjartastađ. Ég vildi ađ ég ćtti ţessa bók á íslensku, hún minnir mig svolítiđ á bók Gerđar Kristnýjar,Blóđhófnir.

Ég er ţakklát fyrir ţessa bók. Hún er hvalreki. Ég vona ađ hún verđi ţýdd. Hvernig vćri ađ spara sér ađ ţýđa og gefa út eina glćpasögu og gera langar nćtur Camillu ađ jólanóttum?

 


Bloggfćrslur 10. mars 2014

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187241

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband