Ég hefði betur sleppt því

Ég hef vanrækt stokkið upp á síðkastið og ég er ekki frá því að umræðan um hreyfingu sem vörn gegn þunglyndi hafi ýtt við mér. Allur er varinn góður og veðrið var dásamlegt. Hluti leiðarinnar sem ég hleyp oftast liggur meðfram Sæbrautinni. Útsýnið gleður augað og það gera líka mörg listaverk sem hefur verið komið fyrir á þessari leið. Satt best að segja læt ég oftast útsýnið nægja og vanræki listaverkin, ég er svo áköf í áreynslunni að ég gef mér ekki tíma, þótt ég sé þegar öðru vísi stendur á áhugakona um listir og menningu. Þó þekki ég öll þessi listaverk og veit hver hefur gert þau öll, nema eitt. Í dag í góða veðrinu ákvað ég með sjálfri mér að gera á þessu bragarbót, stoppa við þetta ver, gaumgæfa það og lesa áletrunina sem er á stöplinum. Allt frá Langholtsvegi niður að Snorrabraut gældi ég við þessa hugmynd og hlakkaði til þess að njóta hvíldarinnar og listarinnar samtímis. Það yrði mikil sæla.

Reyndar hélt ég að ég skildi þetta verk, hefði með tekið anda þess. Mér fannst það væri stílfærð mynd af penna og gekk út frá því að það væri reist ritlistinni til heiðurs, einhverjum skáldum og andans mönnum enda stendur það ekki fjarri Höfða, húsi skáldsins. 

En ég hefði betur ekki gert það. Því þegar ég las umsögnina á stöplinum komst ég að raun um að þetta er ekki penni, heldur líklega skutull og það er ekki til að heiðra skáld. Það er reist til að minnast farsæls og og árangursríks samstarfs BNA og Íslands, gefið hingað af hjónunum Cobb en hann var sendiherra á 50 ára afmæli hins formleg samstarfs (1941 - 1991).

Ég vildi að ég hefi ekki stoppað við minnismerkið. Það var fallegra eins og ég túlkaði það. Það var meira gaman að hugsa um skáldin í Reykjavík, ung og gömul og hugsa um Einar Benediktsson en hugsa um þessi oft óheillyndu samskipti. Það var skemmtilegra um skáldskap, heldur en að hugsa um hvernig þessi samskipti fólu í sér fyrstu svik stjórnvalda við eigin þjóð. Í mínum huga hefur þetta verið samstarf litað af spillingu, græðgi, blekkingum og valdníðslu. 

Í næsta skokki ætla ég að hvílast  við steinana hans Sigurðar Guðmundssonar. Þeir svíkja mig ekki.


Bloggfærslur 25. október 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 187268

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband