Egyptaland og hugleiðing um ferðalög

C46F0FF8-206F-437F-9159-AE8C02BACE7C

Það er langt síðan ég hef skrifað nokkuð, ég hef verið að ferðast. Í þetta skipti dugði ekkert minna en Egyptaland.

Ég hef lengi átt þann draum að ferðast til Egyptalands og loksins lét ég hann rætast.

Egyptaland er stórt land með langa og mikla sögu. Í ellefu daga ferð fær maður aðeins smá nasasjón af af því sem var og því sem er núna. Þótt maður hafi sig alla við.

Ég nálgaðist verkefnið eins og samviskusamur nemandi, reyndi að muna allt og skilja. En eftir því sem leið á ferðina, voru rústir,  hof, konungagrafir og pýramídar farin að blandast saman í höfðinu á mér og mér leið eins og ég myndi falla á prófi um keisaraættir Egyptalands hins forna. Við vorum sem sagt með afar fróðan og andríkan leiðsögumann.

Til hvers?

Ferðalög eru erfiði og ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna menn leggi á sig að ferðast. Ég held  að baki liggi það sama og fær mann til að lesa bækur. Tilgangurinn er að stækka heiminn og að nálgast sitt innra sjálf. Ykkur finnst þetta ef til vill háfleygt en svona hugsa ég.

Nú gæti einhver spurt, af hverju vera að ferðast, ef það er hægt að lesa bækur í staðinn? Ég kann ekki að svara því en eitt útilokar ekki annað. Áður en ég fór í ferðalagið hóf ég lestur á bókinni Egyptinn eftir finnska höfundinn Mika Valtari. Hún er löng, tekur 20 stundir í upplestri. Mér tókst ekki að hlaða henni inn sem hljóðbók. Ég tók Sturlungu með mér í staðinn en hana átti ég sem hljóðbók. Þegar ég hvíldi mig á milli ferða, slakaði ég á við að lesa um átök höfðingja í Dölunum. Og hvílíkur léttir. Allt í einu er Sturlunga orðin eins og léttlestrarbók. Næsta stóra ferðalag mitt verður í Dali vestur, ég ætla að kynna mér allar litlu sögurnar sem  leynast milli stóru atburðanna í Sturlungu og ég hlakka til. Engir leiðinlegir flugvellir sem fara þarf um. Mikið óskaplega eru flugvellir leiðinlegt fyrir-bæri. Þurfa þeir að vera svona?

Lokaorð

Áhersla Egypta í ferðamálum er greinilega á söguna en ekki á kynna landið sjálft og líf fólksins sem býr þar núna. Sagan og sögulegar minjar er þeirra aðdráttarafl eins og náttúran er okkar. 

En það vakna margar spurningar á svona ferðalagi og mínar ósvöruðu spurningar snúa frekar að nútíð en þátíð.

Eftirþankar

Ég mátti til með að láta þetta fylgja með:

 

Eg er kominn upp á það

– allra þakka verðast –

að sitja kyrr í sama stað,

og samt að vera' að ferðast.

 

Myndin er af sefinu í Níl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband