Að skíta í flór; hugleiðingar við lestur Sextíu kíló af sólskini

20160830_174850

skíta í flór

Nú hef ég lesið Sextíu kíló af sólskini aftur. Það var mikilvægt því þetta er margslungin bók. Hún er sagnfræði ekki síður en bók Þórunnar Jörlu um Skúla fógeta. Það er merkilegt að bæði eru þau að skrifa um upphaf nútímans, Þórunn um Innréttingarnar, sem voru ekkert annað en smækkuð  mynd af iðnbyltingu Breta og Hallgrímur um iðnbyltingu Norðmanna í fiskveiðum, þ. e. síld og hval. Munurinn á þessum bókum er að Þórunn sýnir á spilin, hún bindur frásögn sína við nöfn og atburði sem gerðust í raunveruleikanum. Hallgrímur vinnur greinilega líka út frá heimildum en sýnir ekki á spilin.

Þannig    fær hann meira frelsi og kemst ef til vill nær viðfangsefni sínu, að sviðsetja það sem gerðist þegar Íslendingum bauðst að ráða sig í vinnu og hætta að vera hjú.

Ég ætla ekki að fjalla meira hér um skyldleika þessara tveggja bóka, heldur snúa mér beint að Sólskinssögunni.

Þetta er grípandi og spennandi bók. Hallgrímur er myndlistamaður og bókin ber þess merki. Hún er afar myndræn og myndirnar  eru margar sláandi. Það gera málverkin hans og teikningarnar líka, þær sitja í manni. Við þetta bætist orðsnilld hans. Sumir gagnrýna Hallgrím fyrir að vera of langorðir, það finnst mér ekki, því lengra því betra, ég nýt hvers orðs.

 Þeir sem hafa lesið fyrra blogg mitt um sömu bók, vita að hún kom á vissan hátt illa við mig og mig langar að gera betur grein fyrir því. Mér finnst bókin of mikil svarmálun á torfbæjarlífinu og torfbæjar menningunni. Þetta var menningin okkar, þjóðarinnar. Líf fólks þeirra tíma var verðugt rétt eins og okkur finnst okkar líf verðugt. Líklega er efniviður sögunnar of nærri mér í tíma. Móðurafi minn fór til fjalla og byggði sér torfbæ en föðurafi var fyrsti maður í sinni sveit til að byggja steinhús og þar ólst ég upp. Aftan við bæinn var hlóðaeldhús langömmu minnar og hlóðirnar enn nýttar t.d. við suðu á slátri og þvott á ull. Í gegnum gamla eldhúsið var innangengt í fjós og fleiri útihús. Heima hjá mér og á fleiri bæjum var ekki byggður kamar, heldur skitið í flór. Þetta var allt mjög snyrtilegt og sjálfsagt. Það þótti viðeigandi að athöfn lokinni að taka sér reku í hönd og hylja skítinn í kúamykjunni. Hafandi þessa reynslu gladdi það mig mikið þegar ég las í Biblíunni, ég held 2. Mósebók  að hermönnum Ísraels var  skylt að bera með sér litla skóflu til að hylja kúkinn þegar þeir gengu afsíðis.

En aftur að bók Hallgríms. Auðvitað á ég ekki að vera blanda minni fortíð inn í umfjöllun um góða bók. Mín eina réttlæting fyrir því er að ég lít á hana sem sagnfræði og þá getur mynd í svarthvítu verið villandi.  Hún ætti að mínhu mati að vera róf lita, allur regnboginn. Umgjörðin um líf okkar hefur breyst og flest til hins betra. Mestu framfarirnar, að sögn ömmu minna í fína steinhúsinu, voru að fá rennandi vatn inn í bæinn. Einn krani.

Þetta er sem sagt kröftug bók, sem opnar inn í fortíðina.

Næsta bók?

Mér finnst líklegt að þetta sé fyrsta bók og svo komi ein eða tvær á eftir. Ég hálfpartinn kvíði því, að horfa upp á gæðapiltinn Gest Eilífsson verða. athafnamann og síðar kapítalista.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Munurinn á söguhetju Hallgríms og söguhetjum Laxness er akkúrat sá að söguhetja Hallgríms stefnir í að verða kapítalisti, en söguhetjur Laxness eru kommúnistar. En þetta skýrist af því að tíðarandinn er annar nú en þegar Laxness var að skrifa. Þá var kommúnisminn framtíðin. Hann er fortíðin núna.

Ég vona að það komi fleiri bækur um Gest Eilífsson. Þessi er svo einstaklega skemmtileg, þótt ég efist um að faðir minn heitinn hefði gúterað lýsingarnar á umhverfi og aðstæðum fólksins.

En ég á eftir að lesa bókina aftur. Hugsa að ég geri það í sumar þegar ég er búinn með Önnu Karenínu sem ég var að byrja á, og Seratonin Houllebecqs, sem tekur dálítinn tíma að lesa því hún er á frönsku.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.2.2019 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 187108

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband