Skordýrin okkar

8BEF1F23-459C-4889-9BEA-CC5F71151D70

Voveiflegar  fréttir úr heimi skordýra hræða mig. Þeim fækkar stöðugt og ef ekki tekst að sporna við þróuninni, stefnir í hrun heimsins sem við þekkjum.

Ef þessar fréttir eru réttar, hvernig er þá með aðrar tegundir smádýra? Engar fréttir af þeim?

Getur verið að  menn kalli allar pöddur skordýr?

Ég las fréttina upp á nýtt og það var augljóslega verið að fjalla um skordýr. Engar slæmar fréttir af öðrum dýrum í þeirri frétt.Eða hvernig var það nú eiginlega þetta flokkunarkerfi dýra? Ákvað að lesa mér til.  

Ég leggst á netið og uppgötva að flokkunarkerfi dýra er mun flóknara nú en það sem  ég lærði í bernsku. Þá voru flokkarnir VIII, nú er talað um 34 flokka sem lágmark. Óskaplega kann maður lítið. Ég held áfram að lesa um skordýr  þangað til að mig er farið að klæja um allan kroppinn. Svona hefur þetta alltaf verið. Þrátt fyrir   áhuga minn á náttúrufræði, hellist yfir mig kláða tilfinning þegar ég kem að smádýrum, sérstaklega þegar ég skoða myndir.

Eiginlega kemur þetta ekki málinu við, heldur hitt að líklega vitum við almennt lítið um náttúruna sem er svo mikilvæg. Og þótt menntun hafi lengst og vonandi batnað, hefur lítil áhersla verið lögð á náttúrufræði. A.m.k. þá sem snýr að lífríkinu.Ég byggi þessa fullyrðingu á reynslu minni en ekki rannsóknum. Nú er meira talað um mikilvægi tækni, þegar vísað er til hagnýtra greina sem beri að leggja rækt við, er oftast verið að tala um tækni. Við lifum í tækniheimi, segja menn.

Ég er nokkuð viss um að það er bein tenging á milli tæknidýrkunar og hruns skordýrastofnsins.

Sú vitneskja sem flestir sækjast eftir og er í boði, snýr aðallega um hvernig eigi að útrýma þeim. Hvað skyldi Erling  Ólafsson skordýrafræðingur fá margar fyrirspurnir um hvernig eigi að halda lífinu í pöddum? Ætli símtölin séu ekki oftar um hið gagnstæða?

Mannkynið er á villigötum, við þurfum að endurstilla kerfi hugmynda og finna leiðir til að lifa í sátt við náttúruna.

Það er trúlega lítil eftirspurn eftir vinalegu bloggi um skordýr, nú um miðjan vetur á Íslandi. Það væri nær að leggja svo sem eitt sprek á ófriðarbál kjaradeilna. Mig langaði bara til að skilja þetta sjálf og taka afstöðu.

Myndin er úr gamalli dýrafræði eftir Pálma Jósefsson       

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugsaði margt, eins og þú, þegar fréttin kom, og við vorum uggandi nokkrir málvinir á næsta fundi, en nú var ég að lesa nýjasta nýtt í klimarealisene.com, sem samtök vísindamanna í Noregi standa að. Þar er því haldið fram og röksktutt, að ekki sé hæfa í þessari hrakspá.

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 19.2.2019 kl. 21:29

2 Smámynd: Bergþóra Gísladóttir

Takk Björn. Ég vildi að þessir vísindamenn, sem þú talar um hafi á réttu að standa. Trúi engu. En er viss um að það er mikilvægt að glæða áhuga á náttúruvísindum. 

Bergþóra Gísladóttir, 19.2.2019 kl. 23:54

3 identicon

Það er villa í netfanginu, sem ég setti, rétt er klimarealistene.com

Þú verður fljót að lesa nýja pistilinn um skordýrin.

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 20.2.2019 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband