Sextíu kíló af sólskini: Hallgrímur Helgason:Bók til að melta

F749EE9F-FF68-485A-9776-6CD9A81B98E2

Eftir að hafa lesið Sextíu kíló af sólskini, Skúla fógeta og vetrarlagi eftir Ísabellu Allende, ákvað ég að lesa 60 kíló af sólskini aftur. Ég var svolítið leið, fannst ég finna of lítinn Hallgrím í bókinni og of mikið af íslenskri fyndni og þjóðlegum fróðleik hrært saman og kryddað með sóðaskap. Það var aðallega íslenska fyndnin sem sló mig út af laginu, mér hefur alltaf leiðst hún en get stundum hlegið að því  hvað hún er ófyndin.

Sannleikurinn er að bókin kom illa við mig, fannst Hallgrímur tala niður til sveitakonunnar í mér og fór í vörn fyrir fólkið mitt. Afi minn og amma fluttu jú með fjölskyldu sína til fjalla, byggðu torfbæ rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum. Nema, að bærinn þeirra hét Veturhús og þar ólst móðir mín og systkini hennar upp.

En auðvitað gat það ekki verið að Hallgrímur minn, með alla sína orðsnilld sem stöðugt hittir á að kitla hláturtaugar hugans, svo maður næstum tapar söguþræðinum, sé  að tala niður til alþýðunnar sem við erum komin af. Nei.

Ég ákvað að lesa hana aftur og fann minn Hallgrím.

En til hvers nú að skrifa um Hallgrím, bókin hefur verið úrskurðuð best bóka í sínum flokki og er nokkuð meira um hana að segja? Í hjarta mínu er ég á móti því að það sé hægt að raða bókum eða  höfundum í virðingarröð.Hugsa til þeirra eins og barnanna minna, ekkert þeirra er uppáhalds. Eða öll.

Núna þegar ég er búin með um um það bil 101 kíló af sólskini er ég frá mér af hrifningu, get næstum ekki hætt til að setja þetta á blað áður en það hverfur mér.  Mér finnst ég vita hvað vakir fyrir Hallgrími, hann hefur rótað í mold og fundið rætur nútímans, rætur okkar sem þjóðar.

Þjóðin sem hann lýsir er engin hnípin þjóð í vanda eins og þjóð Jónasar skáldbróður   hans. Þjóð Hallgríms er skítug og framtakslaus og á sér ekki viðreisnar von. Hún er ekki með glæsta fortíð eins og þjóð Jónasar upphefð hennar kemur að utan . Norðmennirnir, sem hún flúði frá, bjarga henni. Tær snilld. Já þessa bók má lesa oft, það er mörg í henni matarholan.

Meira þegar endurlestri  er lekið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hét ekki bærinn hans Bjarts einmitt Veturhús áður en hann tók við honum?

Hvað myndi móðir þín segja um lýsingar Hallgríms á menningarástandinu? Og þá Laxness líka ef því er að skipta? Það fer svolítið tvennum sögum af þessu eftir því hvern maður talar við.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2019 kl. 13:55

2 identicon

Mamm hefði bara sagt: Þetta er nú meiri vitleysan.

Ég er ekki að gefa gefa frat í Hallgrím, bara að skoða þetta tvennt saman: Paradós mömmu og lítið í Segulfirði. 

Bergþóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 16.2.2019 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband