Skúli fógeti

E58C3E91-88A3-4502-A668-22E658F42A04

Sagan um Skúla fógeta eftir Ţórunni Jörlu Valdimarsdóttur var ljúfur lestur. Ég las hana eins og skáldsögu. Spennandi skáldsögu. Áđur en ég settist viđ tölvuna til ađ gera upp hug minn, gera tilraun til ađ ná utan um efni bókarinnar, dró ég fram Íslandssöguna sem ég lćrđi á sínum tíma, ÍSLANDS SAGA  ţriđja hefti eftir Jónas Jónsson. Já, ţetta stemmir nokkurn veginn hugsađi ég og ţađ gladdi mig. Nema kvennamálin og drykkjuskapurinn, enda ekki börnum bjóđandi.

En auđvitađ er bók Ţórunnar fyllri. Hún kannar heimildir, skođar aldarhátt, setur í sögulegt samhengi og síđast en ekki síst tekur hún skáldlega spretti. Hún málar upp myndir um hvernig ţetta   hefđi getađ veriđ EF. Ég elska ţessa spretti eđa hopp. Ég sé Ţórunni fyrir mér hoppa.

Saga og frćđi

Ég veit ađ ég á eftir ađ lesa bókina aftur og einbeita mér betur ađ sagnfrćđinni. Hvernig ar ţetta eiginlega allt saman á ţessum líklega hörmulegasta tíma Íslandssögunnar? Ţórunn hefur áđur skrifađ bók um Snorra á Húsafelli (1710 til 1803). Hann og Skúli (1711-1894) voru nánast jafngamlir. Skúla bregđur fyrir í bók Ţórunnar um Snorra en ekki öfugt enda sagan á háu embćttismannaplani.

Aldarfar

Ţađ er oft erfitt ađ horfast í augu viđ fortíđina vegna hörmunga af mannavöldum. Ţađ er sárara ađ horfa upp á ţćr en hörmungarnar sen sem óblíđ náttúra og óhöpp ollu. Í gömlu Íslandsögunni minni, sem mér fannst svo skemmtileg, er lítiđ talađ um aftökur og píningar á vesalings fólkinu. En svona var aldarhátturinn og Skúli var í ábyrgđarstöđu. Ég er nýbúin ađ lesa bók Bergsveins Birgissonar, Lifandi lífslćk. Lýsing hans á eymd fólks á ţessum árum er himinhrópandi. 

Lokaorđ

Ég var hrifin af bók Ţórunnar og ćtla ađ endurlesa hana fljótlega. Hún er efnismikil og ţétt og mér finnst hún hefđi mátt vera lengri og Ţórunn hefđi mátt fara oftar á flug. Ég hefđi líka haft gaman ađ hafa tilvitnanir ađgengilegar og ekki ţurfa ađ fara á netiđ til ađ vita hvert vitneskjan er sótt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

 • 35A60F4A-C073-4E33-8640-A213FA5BF3E4
 • 72073417-4DB2-4559-8842-90CF0F713764
 • AD4C3972-943B-4229-914A-5F6AC3467662
 • CB91A9FE-90C7-4D02-8C89-36F08A4417A6
 • BFFA7368-5222-409A-9B03-B5E07D41115F

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.6.): 0
 • Sl. sólarhring: 13
 • Sl. viku: 227
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 133
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband