Eitraða barnið: Guðmundur Brynjólfsson

929D7BFB-5AF5-425D-B7F2-4E41FCCF2140

Eitraða barnið

Titillinn er sláandi. Þetta er lítil bók sem gerist á Eyrarbakka. Ísland er enn konungsveldi og umhverfið minnir  meira á 19. öldina en þá 20. 

Ég er ekki alveg ókunnug á Eyrarbakka, tengdamóðir mín blessuð, Lilja Þórarinsdóttir var fædd þar 1921 og ólst þar upp. Þess vegna finnst mér ég eiga svolítið í þessu þorpi. Ég veit að höfundur hefur bara fengið það að láni til sviðsetningar á glæpasögu. Meðan ég les lít ég í kring um mig eftir fólki sem ég þekki af afspurn og vonast til að sjá það ekki. 

Söguþráður

Þegar ungi sýslumaðurinn, Eyjólfur Jónsson, tekur við embætti, gamli sýslumaðurinn hafði látist óvænt, beið hans leiðindamál. Kornung stúlka, nánast barn,  hafði fyrirkomið barni sínu. Þar að auki var hún bæði fáráðlingur og vitstola, að því er virtist, og því ekki viðræðuhæf. Ungi sýslumaðurinn er óreyndur. Það hafði tekið hann 10 ár að ljúka lögfræðinni í Kaupmannahöfn, hann er drykkfelldur og þunglyndur en faðir hans og tengdafaðir hafa séð til þess að honum tekst ekki áform sitt að halda drykkjunni áfram í höfuðborg Íslendinga, Kaupmannahöfn. Og svo á hann þessa fallegu og góðu konu, sem passar ekki bara upp á hann, heldur lítur hún líka til með honum í embættisfærslum hans. Það sem gerir sýslumanni starfið enn erfiðara, er að hann treystir ekki undirmanni sínum, óberminu Kár Ketilssyni.

Glæpir eru fyrst og fremst ljótir

Þetta er spennandi saga. Glæpurinn er ljótur og viðbjóðslegur og höfundurinn er ekkert að skafa utan af óhugnaðinum. Mynd hans af umkomuleysi og vonleysi fórnarlambsins er ekki síður vel dregin.

Það sem ræður miklu um karakter þessarar bókar, er að höfundi lætur vel að lýsa þessum horfna tíma sem er svo ólíkur okkar, þó sum húsin standi enn. Andrúmsloft og allar aðstæður voru sannfærandi og trúferðugar. Meira að segja ég, sem rýni mikið í smáatriði sögunnar, fann ekkert aðfinnsluvert, nema ef vera skyldi að klæða mann í lopapeysu. Það var ekki prjónað úr lopa um aldamótin 1900. Ekki mér vitanlega.

Þetta er góð bók og ekki spillir að hún bíður upp á framhald. Þannig ræð  ég endirinn.

Eftirþanki

Höfundur les sjálfur bókina og gerir það prýðisvel, eins og tryggir lesendur pistla minna vita, les ég ekki,ég hlusta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband