Listaskáldin góðu

4E861081-BDE1-4F56-9E50-087995EFFB80

Listaskáldin góðð

Í dag er dagur íslenskrar tungu. Stundum eru búnir til dagar þessa eða hins til að selja okkur eitthvað. Í dag þurfum við ekki að kaupa eitt eða neitt, við erum að fagna því sem við eigum öll, fagna móðurmálinu.

Ég hef verið að lesa bókina Sjö bræður  í þýðingu Aðalsteins  Davíðssonar. En ég ætla ekki að skrifa um bókina nú, heldur höfundinn, finnska skáldið Alekis Kivi (fæddur 1834, dáinn 1872). Allt í einu slær það mig að hann og afmælisbarnið Jónas Hallgrímsson(fæddur 1807, dáinn 1845)  eiga margt sameiginlegt.

Kivi er nú þekktur fyrir að vera brautryðjandi í að rita bókmenntir á finnskri tungu, Jónas fyrir að reisa íslenskuna til vegs og virðingar.

Þeir komust báðir til mennta þrátt fyrir lítil efni í háskólum þar sem móðurmál þeirra var óbrúklegt. Hvorugur lauk námi. Þeir dóu báðir í blóma lífsins, 38 ára gamlir. Við andlát þeirra var ekki til af þeim nein mynd og þá var teiknuð  af þeim látnum. Í báðum tilvikum var síðan listamaður fenginn til að gera mynd eftir þeim  í mynd, helgrímunni.

Afmælisdagur Jónasar 16. nóvember haldinn hátíðlegur sem dagur íslenskrar tungu og 10. október, sem er fæðingardagur Kivi er haldinn hátíðlegur í Finnlandi sem dagur finnskra bókmennta.  Það munar bara nokkrum dögum.

Báðir þessir menn höfðu orð á sér fyrir að vera vínhneigðir, þrátt fyrir það komu þeir miklu í verk.

Á morgun ætla ég að segja örstutt frá bókinni Sjö bræður. Mér fannst ég ekki geta skrifað um útlenda bók á þessum merka degi, jafnvel þótt þýðingin sé afbragð. Svona setur maður sig ósjálfrátt í stellingar.

Fróðleikur minn um Aleksis Kivi er sótt í formála þýðanda að Sjö bræður og á netið. 

Myndin er eftir minn fyrrverandi mann Magnús Þór Jónsson (Megas). Þetta er skissa, unnin í sambandi við fyrstu bókina hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband