Demantstorgið: Mercé Rodoreda

19C5B733-A736-4523-A091-97302037A460

Demantstorgið kom  út 1962 á frummálinu, katalónsku, en hér kom bókin út 1987 í  þýðingu Guðbergs Bergssonar úr. Það er líka hann sem skrifar eftirmála bókarinnar. Bókin er eftir Mercé Rodoreda  (fædd 1908, dó 1983). Sagan og gerist í Barcelona í aðdraganda spænsku borgarastyrjaldarinnar og á árunum sem sem við tóku eftir að Francostjórnin tók við. 

Aðalpersóna sögunnar er ung alþýðustúlka, hún er lífsglöð og á lífið framundan. Hún verður ástfangin, hittir mannsefnið sitt á Demantstorginu, sem bókin heitir eftir.  Hann byggir handa henni hús og þau eignast tvö börn. Hann kallar hana gælunafninu Dúfa og er hugfanginn af dúfum. Hann byggir líka gús handa Dúfu num. En stríðið breytir framgangi lífsins. Maður hennar fellur í stríðinu og hið unga lýðveldi er brotið á bak aftur. Lífið verður óbærilega erfitt. Fólkið í Barcelona lifir við hungurmörk.

Ég ætla ekki að rekja söguþráðinn frekar. Þess í stað ætla ég að reyna að gera grein fyrir því sem gerir þessa bók svo sérstaka, það er frásagnarmátinn, stíllinn. Það er erfitt að lýsa stíl, og ekki öruggt að mér takist það.

Lifandi hugur

Það er eins og höfundur sé staddur inn í höfði ungu konunnar og lýsi  straum hugsana um leið og þar flæða fram. Oftast kvikna þær af einhverju áþreifanlegu en svo veit maður ekki alltaf hvað gerist í raun og hvað gerist í hugarheimi. Hvernig mætast hugur og veruleiki? Frásögnin er myndræn og lýsandi.

Við upphaf bókarinnar er Natalía, aðalpersónan, ung og óþroskuð. Allt of snemma mætir hún mótlæti sem hún ræður ekki við, hún fær því ekki tækifæri til að þroskast, að vaxa með aukinni ábyrgð sem fylgir lífinu. Stundum veit maður ekki hvað í frásögninni er tilbúningur hugsana og hvað er veruleiki. Niðurstaða mín var því sú að kannski gerum við raunveruleika raunheimsins of hátt undir höfði, kannski er hugarheimur það sem lífið ræðst af.

Hvað er veruleiki?

Veruleikinn, huglægur eða hlutlægur, sem þessi bók lýsir er nístandi. Hvernig líður manneskju sem horfir upp á að börnin hennar eru hungruð og að veslast upp?

Mér fannst bókin góð, þó ég sé ekki  viss um að ég hafi skilið hana til fulls.

Ég hef sjálf tvisvar verið í Barcelona. Ég hélt upp á jólin þar í fyrra. Það er erfitt í velsæld að hugsa sér veruleikann sem bókin lýsir. En við  vitum samt að allt of víða eru sveltandi börn og mæður sem hafa engin ráð til að metta þau. 

Eftirþanki: Það rifjaðist upp mér bók sem ég las fyrr á þessu ári. Hún er eftir Carmen Laforet (f.1922, d. 2004), Nada og gerist líka í Barcelona. 

Myndinar sótti ég á netið. Hún er af styttu á Demantstorginum sem vísar til Dúfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 186934

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband