Guð blessi Ísland; Fræði Lúthers

 

1A59CE87-7825-437A-A0A5-7BF50072D9C1Val mitt á lesefni er ekki tilviljun, það ræðst af röð atvika. Einhverskonar keðjuáhrif, rökrétt, drifið áfram af þörf. 

Það er ekki tilviljun að ég hef sökkt mér niður í fræði Lúthers. Í fyrsta lagi finnast mér trúmál áhugaverð, það er merkilegt að sjá hvernig þau í senn spegla og móta söguna og í öðru lagi finnst mér merkilegt hversu samtíminn gerir sér litla grein fyrir kenningunni sem flestir hafa játast undir. 

Í þrjár vikur sökkti ég mér á kaf í ævi Lúthers og Lútherisma. Ástæðan fyrir því að ég hafnaði þar var, að ég hafði hlustað á Sverrir Jakobsson flytja fyrirlesturinn, Hvernig skal Krist kenna, hjá Miðaldastofu. Hann hefur skrifað samnefnda bók, þar sem hann rannsakar sögnina um Krist með vinnubrögðum sagnfræðings.

Fyrirlesturinn var hrífandi og heimkomin, langaði mig að líta mér nær og skoða kristindóminn sem hefur mótað mig. Það sem ég hef lært í gegnum skólalærdóm (Biblíusögur) og fermingarundirbúning (kverið - Vegurinn eftir Jakob Jónsson). Það er útbreiddurr misskilningur að fólk kunni lítið, að það sé engin innræting í gangi. Líklega á þetta lútherska uppeldi mitt þátt í að ég lít á það sem skyldu mína að vera meðvituð, skilja.

Eftir fyrirlesturinn ákvað ég að skoða það sem stendur mér nær en frumkristnin og dembdi mér í Lúther. Í  mínu bókasafni", Hljóðbókasafninu eru tvær bækur um Lúther, bók Karls Sigurbjörnsonar, Lúther:ævi - áhrif - arfleifð,  sem er ný og bók Ronalds H. Bainton, Marteinn Lúther frá 1984. Bók Gunnars Kristjánssonar, Marteinn Lúther:Svipmyndir siðbótar hefur ekki verið lesin inn sem hljóðbók. Í staðin hlustaði ég á fyrirlestur Gunnars í tilefni af útkomu bókarinnar á youtube. 

Ég valdi bók Karls. Hún er stutt, nánast kver en innihaldsrík og spennandi. Í bókinni nær höfundur að höndla allt í senn, sögulegar aðstæður sem Lúther fæðist inn í, persónuna Martein Lúther og innihald kenninga hans um eðli Guðs, hvernig maðurinn skilgreinir sjálfan sig í ljósi þessa. Aðlaðandi lesning. Ef ég hef skilið bókina rétt, býr Lúther til hinn frjálsa einstakling sem stjórnast af samvisku sinni og er einungis ábyrgur fyrir Guði.

Og vegna þess að bóklestur fer aldrei fram í tómarúmi, heldur er í gagnvirku sambandi við innri og ytri veröld lesandans, hugsa ég mitt upp úr lestrinum, Geir Haarde hefði frekar átt að biðja fyrir sjálfum sér en þjóðinni. Og allra helst hefði hann auðvitað átt að iðrast og biðja Guð að fyrirgefa sér. 

Ég lauk lestri þessarar góðu bókar án þess að geta gert það upp við mig hvað ég sem trúleysingi ætla að gera við þessa kenningu. Það er ekki mitt að meta hver biður fyrir hverjum eftir að menn hafa verið blekktir eða blekkt aðra í ofsa græðginnar. 

Ég ákvað að skoða hvað kona Lúthers, Katrín frá Bóra, hefði til málanna að leggja, en það er til bók um hana í mínu góða safni, Hljóbókasafninu. Meira um hana síðar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Hér er heimildamynd um Martin Luther sem dregur upp ófagra lýsingu af persónu hans:                 Die dunkle Seite Martin Luthers Luther einmal anders Dokumentation               

Hörður Þormar, 10.10.2018 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 186937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband