Rússneskir risar

42D3C581-85A1-4EE0-B630-AEFCF547B39B

Mér finnst mikiđ til um rússneskar sögur svo ađ ég get ekki slitiđ mig frá ţeim. Ţví  lengri ţví betri. Persónurnar eru svo margar ađ mađur týnist í mannhafinu og atburđarásin er eins og röđ af Ragnarökum. Ástandiđ getur ekki versnađ og svo versnar ţađ.

Ég er sem sagt búin ađ vera stödd í Rússlandi síđan í júní. Fyrst, Elísabet mikla eftir Jón Ţ. Ţór, síđan Sívagó lćknir og Lygn streymir Don og loks, Dagur í lífi Ívans Denisovich. Kosturinn viđ ađ taka svona skorpu, er ađ ţá verđur lesturinn áhrifameiri. Nú er ég orđin svo tengd Rússlandi (og Sovétríkjunum), ađ í hvert skipti sem ég tek til viđ lesturinn, finnst mér eins og ađ ég sé komin heim. Til Rússlands. 

Alltaf ţegar fjallađ er um rússneskar bćkur, snýst umrćđan ađ hluta til um pólitík. Ţetta hafđi áhrif á mat manna og hefur ef til vill enn. Ég er ţar engin undantekning. Af ţví ég vissi ađ Sjolokov hefđi veriđ tiltölulega ţćgur flokksmađur og af ţví ađ bćkur hans  fengust gefnar út í Sovét, hélt ég ađ ţetta vćri  meinlaus bók í anda ráđstjórnarraunsćisstefnunnar. Ţađ er rangt, sagan er grimm og gagnrýnin. Stríđ er fyrst og fremst ómanneskjulegt, ekki hetjuskapur.

Tímaramminn er nokkurn veginn sá sami og í Sívagó lćkni,  en stríđslýsigarnar eru enn óhugnanlegri. Og eftir ađ rússneski herinn hćttir ađ berja á Ţjóđverjum og snýr sér ađ byltingu og gagnbyltingu er grimmdin engu minni en enn átakanlegra ţegar hún beinist ađ eigin fólki. 

Lygn streymir Don hefst sem sveitalífslýsing, segir frá lífi kósakka sem búa á bökkum Don í nágrenni Rostov. Ađ hluta til er ţetta saga um ást í meinum, eins og sagan um Sívagó, en ástin lítur í lćgra haldi, týnist í ringulreiđ stríđsins. Ţađ er nćstum falskt fyrir mig Íslendinginn ađ lesa stríđsbókmenntir, ţví viđ íslenskan á engan virkan orđaforđa um tignarheiti  í hermennsku. Sem betur fer. Menn hafa ađ vísu lagt sig fram um ađ ţýđa ţetta og búa til orđ en í raun er ţetta eins og ađ lesa nöfn á jurtum sem tilheyra ekki íslenskri flóru. 

Útgáfusaga ţessarar sögu er ekki síđur spennandi en sagan sjálf. Hún kom út á árunum 1925 til 1940 og  Sjolokhov er ţví kornungur  ţegar fyrsta bókin kemur út. Á Íslandi kom hún út ţegar 1945 í ţýđingu Helga Sćmundssonar.  Nú ţegar ég hef lokiđ lestri hennar og les mér til, sakna ég ţess hversu umrćđa um bókmenntir var meiri ţá en nú. Ţađ er ekki ţar međ sagt ađ hún hafi veriđ betri.

Nćsta rússneska bókin í langdvölum mínum í landi Pútíns er Dagur í lífi Ívans Denisovich eftir Alexander Solzhenitsyn. Hana hef ég lesiđ áđur en góđar bćkur  er gott ađ lesa oft. Ţćr batna viđ hvern lestur. 

Líklega er rétt ađ lesa Lygn streymir Don fljótlega aftur. 

Myndin er af auglýsingu um jólabókina 1945.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband