Sivagó læknir: Boris Pasternak l

F7AA57BE-C04A-419A-86DF-10191BAFDDA6

Ég held að ég eigi eftir að minnast þessa sumars, sem Rússlandssumarsins mikla. Það var ekki samkvæmt áætlun. Ég hef lært að láta oft tilviljanir ef þær eru góðar, stjórna lífi mínu. Það var í senn tilviljun og heppni að ég rakst á bók Jóns Þ. Þór um Katrínu miklu og las hana. Þá var ekki aftur snúið. Slík lesning kallar á framhald.

Fyrir valinu varð Sívagó læknir eftir Boris Pasternak (fæddur 1890 dó 1960). Hana hafði ég ekki lesið áður, Sem betur fer. Bókin kom út 1959 hjá Almenna bókafélaginu. Það var tveimur árum eftir að hún kom út á Ítalíu (fékkst ekki útgefin í Sovétríkjunum) ári eftir að og hann fékk Nóbelsverðlaunin, sem hann þáði ekki. Líklega tilneyddur.

Það passar ekki illa að lesa bókina í framhaldi af sögu Katrínar miklu, drottningar upplýsingastefnunnar. Hún hafði séð að byltingin í Frakklandi var afleiðing þessarar stefnu og reyndi að draga í land.

Sagan um Sívagó er í raun saga fyrri hluta 20. aldarinnar í Rússlandi. Þetta er breið saga, eitthvað í líkingu við Stríð og frið Tolstojs, nema að það vantar friðinn í hana. Hún er í senn átakanleg og fræðandi. Hún er löng (tekur 29 og hálfa stund í afspilun), persónur eru margar og rússneska nafnakerfið þvælist fyrir manni, jafnvel þó maður þekki það.

En fyrst og fremst er þetta pólitísk saga, já og heimspekileg. Pasternak skýtur föstum skotum á valdhafa  og miðar á valdhafa og skotin geiga ekki.

En Pasternak var enginn hægri maður. Síður en svo. Það kemur fram oftar en einu sinni, að í raun lætur hann viðkunnanlegar persónur segja, að ofstopamenn hafi stolið byltingunni sem þurfti að gera í Rússlandi á þeim tíma.

Það spillir svolítið fyrir mér að mér leiddist ástarsagan, sem er límið í bókinni. Mér fannst hún í senn ótrúverðug og oft væmin.

Nú liggur fyrir að ég þarf að sjá kvikmyndina, sem ég hef reyndar séð áður. Svo ætla ég að lesa bókina upp á nýtt.

Þetta er sem sagt afar góð bók.

Það er Skúli Bjarkan sem þýðir bókina en Sigurður  A. Magnússon þýðir það sem er í bundnu máli. Ég get ekki dæmt um þýðinguna. Því miður er ljóðum sem fylgja aftast í bókinni sleppt í hljóðbókarútgáfunni.

Gísli Halldórsson les textann. Hann gerir það listavel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Það vantar tölvert, fyrst ljóðin eru ekki með. Líklega ætti maður að lesa ljóðin fyrst. Það er Sívagó sem á að hafa ort þau.

Haukur Árnason, 27.7.2018 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 186937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband