Bækurnar sem ég les

 

7750F8BE-7846-4B2F-A40F-0E65C23A0081

Fyrir allmörgum árum ásetti ég mér að skrifa um bækur sem ég les og gera upp hug minn um lesturinn. Tilgangur skrifanna var að glöggva mig á því hvað bókin gaf mér, gera upp hug minn. Rökstyðja fyrir sjálfri mér hvers vegna mér fannst si eða so. Ástæðan fyrir því  að ég ákvað að setja þessar hugleiðingar á netið, var að ég vildi veita sjálfri mér aðhald. Seinna þróaðist þetta í þá átt, að mér fannst ég eiga í samtali við lesendur mína. 

Ég tók eftir því í gær að ég hef ekki staðið við þennan ásetning minn, það hefur safnast upp langur hali bóka sem ég ekki gert formlega upp við. En loforð er loforð, jafnvel það sé gefið sjálfum sig. Ég ætla að taka mér tak.

Fyrsta langar mig til að segja frá tveimur bókum eftir Jón Orm Halldórsson, báðar eru þær mikil  gersemar. 

Islam - Saga pólitískra trúarbragða

Bókin kom út 1991. Hún greinir frá tilurð Islam, sögulegum  og félagslegum aðstæðum, jarðveginum sem trúbrögðin spruttu úr. Þar er sagt frá spámanninum Múhameð, Kóraninum og kenningum um hvernig hann varð til . En Kóraninn lýsir ekki bara trúarhugmyndum, í  honum koma einnig fram veraldlegar hugmyndir um rétta og ranga breytni enda er hann um leið undirstaða laga þeirra sem játa þessa trú. Í bókinni er rakið hvernig trúin breiddist út og samspili trúarbragða og því sem við köllum stjórnmál. Auk þess gerir hann lauslega grein fyrir öðrum trúarbrögðum, til samanburðar og lýsir muni þeirra og hvað er sem ber á milli og aðgreinir þau. 

Bókin er fræðileg og vitnað í fjölda rannsókna, jafnvel að stundum fannst mér einum um of. Það er öðru vísi að heyra þetta lesið í samfelldum texta en að fá það í bók, þar sem maður fer gjarnan fljótt yfir sögu þegar kemur að tilvitnunum í heimildir.

Það er mikill fróðleikur í þessari bók, jafnvel svo að maður er ekki fyrr búinn þegar maður fær þá tilfinningu, að maður þurfi að endurlesa til að glöggva sig betur.

Breyttur heimur

Bókin kom út 2015. Þetta er löng bók (tekur um 20 klst í hlustun). En hún skiptist í marga kafla sem hver um sig fjallar um ákveðið afmarkað efni svo hún er auðlesin og síður en svo leiðigjörn. Ég hef tekið hana í áföngum og er enn að. Bókin er í raun eins og röð fréttaskýringa, sem maður hefði átt að fá, svarar ótal spurningum sem maður hefur spurt sig eftir fréttalestur og talar beint inn í pólitíska umræðu dagsins í dag.

Það sem gerir bókina einstaka er hið mikla vald sem höfundur hefur á að halda utan um flókið og  víðfemt samspil stjórnmála, viðskipta og hugmyndaheima í tíma og rúmi. Ég hef ekki lesið skemmtilegri bók síðan ég las bók Einars Más Jónssonar, Örlagaborgin, þótt þær séu ólíkar. 

Eins og fram hefur komið hef ég ekki enn lokið bókinni. Engu að síður þori ég að fullyrða að þessi bók ætti að vera til á hverju heimili, hún er létt, fræðandi og uppbyggileg lesning. Það er mikill fengur í þessari bók einmitt núna þegar svo margir hafa áhyggjur af stöðu lýðræðis í henni veröld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband