Pólitísk sjálfshjálparbók fyrir lýðræðið: Timothy Snyder. Harðstjórn

F19C07A0-2DD9-4DAF-B0E2-E977A2CA6D49

Í stofum landsmanna ríkir linnulaust stríðsástand, við blasa hrunin hús og fólk á flótta.  Margir fyllast vonleysi og viðbrögð er ýmist þau, að menn ýmist vilja sem minnst af þessu vita eða þeir skipta um rás. Það er bæði eðlilegt og mannlegt að taka bágindum annarra nærri sér og það er í raun mannskemmandi að sitja uppi með tilfinninguna um að geta ekkert gert. 

Það var því kærkomið tækifæri fyrir mig að rekast á bók eftir þekktan fræðimann, sem talar beint til fólks og ráðleggur því hvað hver og einn geti gert til að gera skyldu sína sem borgari. Hann setur hluti í samhengi og tekur dæmi úr sögunni af því þegar viðbrögð einstaklinga hafa skipt sköpun um hvernig mál ráðast.

Bókin er stutt, tekur 2 tíma í aflestri. Hún skiptist í 20 kafla, sem hrista: Nokkur kaflaheiti: Ekki hlýða fyrirfram: Takið ábyrgð á ásýnd heimsins: Skerðu þig úr: Trúið á sannleikann: Rannsakið:

Ég hafði sérstaklega gaman af kaflanum þar sem höfundur hvatti menn til að lesa bækur, ekki bara fræðibækur, heldur líka skáldsögur og nefndi meira að segja Karamazóbræðurna uppáhaldið mitt. 

Þessi lestur kom sér alveg sérstaklega vel í gær, var að koma af mótmælafundi vegna ástandsins í Palestínu. Ég var hrygg. Réttara sagt miður mín. Miður mín út af því að ríkisstjórnin hefur ekki enn brugðist við og fordæmt voðaverkin eða bent á að það hvernig Ísrael hundsar lög. 

Ræða Ögmundar Jónasson var góð og það var næstum eins og hann hefði verið að lesa bók Snyders, kaflann þar sem hann fjallar um hvernig harðstjórar vinna markvisst að því að fá almenning til að fá fólk sitt til að líta á glæpi sína sem normalt ástand. Það er þarna sem rödd okkar skiptir máli. Við eigum að leita sannleikans. Rannsaka. 

Þetta var stutt bók og þess vegna á þessi pistill að vera stuttur. Þetta er sannkölluð sjálfshjálpar, bók til að eiga og grípa til. Handbók og upplögð gjöf til að gefa vinumvinum, ættingjum og barnabörnum.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Góður pistill.

Már Elíson, 3.6.2018 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband