Feðgar á ferð eftir Heðin Brú

 

9A37B6E0-92BE-47FD-A0DC-974505D89B49

Líklega hefði ég aldrei ratað á þessa bók nema af því bókaklúbburinn minn ákvað að vinna með færeyskt þema. Bókin er skrifuð 1940 og kom út á íslensku 1941 í þýðingu Aðalsteins Sigmundssonar. Þetta er lítil bók, tekur 5 klukkustundir í aflestri.

Þegar ég leit yfir hvað til var að færeyskum bókum á Hljóðbókasafni Íslands varð hún fyrir valinu eftir að ég hafði lesið á WikipediuHeðin Brú væri einn merkasti rithöfundurinn í Færeyjum á fyrri hluta síðustu aldar. Þetta var aðdragandinn.

Sagan segir frá gömlum hjónum í afskekktu byggðarlagi. Hjá þeim býr fullvaxa sonur þeirra, hann gengur til verka með föður sínum. Búskapurinn er allur með gamla laginu og lífsbaráttan er hörð. Í upphafi sögunnar er sagt frá því þegar feðgarnir Ketill og Kálfur fara til grindadráps. Þetta er mögnuð lýsing. Ketill finnur að kraftar hans til að takast á við erfiðið eru ekki samir og fyrr. Ekki bætir úr skák, að með þátttökunni steypir hann sér í skuld, sem hann er ekki viss um að ráða við. Veiðunum fylgir skattur, sem rennur til stýra veiðunum og leggja til báta.  Grindin er góð búbót til heimilisins en ekki endilega söluvara til að afla peninga. Hann hefur miklar áhyggjur af því hvernig hann geti staðið við þessar skuldbindingar. Það sem á eftir kemur í þessari sögu, fjallar um stríð hans við að standa í skilum.

Þetta er skrítin saga. Höfundur er spar á nöfn, aðeins örfáar persónur hafa nafn og einungis karlmenn. Konan er nefnd Ketilskona og ekkert barna þeirra hjóna sem kemur við sögu eru nefnt með nafni nema Kálfur, þau eru nefnd synir dætur og tengdadætur og viðlíka.

Þótt lífsbarátta gömlu hjónanna sé í forgrunni sögunnar, fjallar hún ekki síður um breytta tíma og átök á milli kynslóða. Nýir búskaparhættir eru að ryðja sér til rúms í Færeyjum svo kynslóðabilið verður að gjá. Húsakynni gamla fólksins, Ketils og Ketilskonu eru sóðaleg enda þakið farið að leka. Híbýli yngri kynslóðarinnar skína af hreinlæti  og lykta af sápu. Gamla fólkið þusar um tepruskap og Ketilskonu liggur afskaplega illt orð til tengdadætra sinna. Gjáin milli kynslóðanna er þó ekki dýpri en svo að gömlu hjónin þiggja hjálp þegar á reynir. Kálfur, yngsti sonurinn  og eina barnið sem er nefnt með nafni, er greinilega ekki í lagi. Það er ekki sagt beint út en lesandinn getur sér  þess til af textanumÞessi.Þessi saga er greinilega full af táknum og líkist um margt þjóðsögu eða dæmisögu.

Höfundur sögunnar er fæddur 1901 í Skálavík  á Sandey og  líklega tekur sagan mið af aðstæðum þar. Hann heitir í raun Hans Jacob Jacobsen. Hann fór á lýðháskóla í Færeyjum og seinna til náms í Landbúnarskóla í Danmörku og vann síðar sem ráðunautur í Færeyjum jafnframt því að vinna að ritstörfum. Það er margt sem minnir á íslenskan veruleika í þessari bók og ósjálfrátt vaknar hjá mér spurningin, hvaða íslensku skáldi hann líkist mest. Tilfinning mín er sú að hann líkist meira Gunnari Gunnarssyni en Guðmundi Friðjónssyni. Hvorugur passar þó alveg.

Ég hef þrisvar komið til Færeyja og er heilluð af landinu. Við þetta bætist að nú í vetur hef ég lesið og endurlesið bækur eftir þrjá færeyska höfunda sem mér finnast frábærir. Þeir eru Heinesen, Carl Jóhan Jensen og Jóanes Nielsen.

Þegar ég les Heðin Brú hugsa ég til hans sem brautryðjanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 187120

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband