Langar bækur: Min Kamp og Ó, sögur um djöfulskap

058118B6-DFA0-4636-AF97-53C5C4EA194EÉg hef ekki á móti því að bækur séu langar. Þvert á móti. Ef þær eru góðar er það kostur. Ég er núna að lesa tvær langar bækur. Önnur er Min kamp eftir Karl Ove Knausgård. Ég hafði lesið þrjár fyrstu bækurnar áður en tók nú til við að lesa þær þrjár síðustu. Þessar bækur eru samtals 3769 blaðsíður en ég les ekki, ég hlusta á hana á norsku. Síðasta bókin tekur 47 klukkustundir og 37 mínútur í lestri og ég er stödd í henni miðri. Þetta er afar sérstök bók, annars væri ég ekki að lesa hana en ég mun geyma að tala um efni hennar þangað til ég hef lokið henni. 

Einu sinni, það var áður en sjónin sveik mig, las ég Biblíuna frá upphafi til enda. Hún var 1347 blaðsíður fyrir utan Apókrífubækurnar, sem ég las líka. Ég  leit á þetta sem verkefni og tók eitt ár til þess. Það var lærdómsríkt og gefandi.

Hin bókin Ó: sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen er líka löng, 40 klukkustundir og 54 mínútur í hlustun.  Ég hef lesið hana áður svo ég veit að hverju ég geng. Satt best að segja finnst mér hún enn betri við endurlesturinn. Þetta er ekkert léttmeti. Ekki bara stundum, heldur oft, þarf ég að staldra við og lesa aftur. Það var því viss uppgötvun, fannst mér, þegar ég áttaði mig á því, að hér myndi passa vel að nota “Eyrbyggjuaðferðina”. En Eyrbyggja er mín uppáhalds fornsaga. Hún opnaðist fyrst fyrir mér þegar ég tók eftir því, að í raun eru þetta ekki ein saga heldur nokkrar sögur sem tengjast.

Ég skil Ó: sögur um djöfulskap betur nú, tek mér góðan tíma og er alveg tilbúin til að lesa hana einu sinni enn. Það er þess virði. Bókin sem er færeysk er þýdd á íslensku af Ingunni Ásdísardóttur, það er afrek, því textinn er svo margslunginn bæði hvað varðar orð, hugsun og tilfinningu. Þótt hún  sé bæði gróf, grimm og oft átakanleg er hún líka ljóðræn og spaugileg. Í raun er þetta ein bók en hún er gefin út í tveimur bindum. 

Ég les Min kamp á kvöldin og Ó:sögur um djöfulskap á morgnana áður en ég fer á færur. Þetta eru forréttindi konu sem er hætt að vinna. Er ekki lífið dásamlegt?

Eini ókosturinn við að lesa svona langar bækur, er að stundum fær maður samviskubit yfir því að fylgjast ekki með. Þær eru margar bækurnar sem bíða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband