Æskuvinir Svövu Jakobsdóttur í Hannesarholt

84A2C4E2-72C8-4148-B8FB-AABA667BBFBEGott framtak

Ég má til með að hafa orð á því, það er svo mikilvægt að hrósa því sem er vel gert. Það er sem sagt verið að leiklesa verk Svövu. Ég þekkti vel Hvað er í blýhólknum, það kom mér ekki á óvart. Ég sá það í áhugamannaleikhúsinu Grímu í Lindarbæ 1971 og man enn sum samtöl nokkurn veginn orðrétt. En ég hafði ekki séð Æskuvini og vissi ekki á hverju ég átti von. En fljótlega kannaðist ég við tímann og andrúmsloftið.

Loftið var lævi blandið. Kona sem er nýbúin að missa manninn situr uppi með gest sem gerir sig stöðugt meira heimakominn. Hún er óörugg og veit ekki hvernig hún á að taka á þessu. Þetta líktist aðstæðum í Leigjandanum en hér var gengið skrefi lengra. Alla leið. Þetta er sem sagt táknræn saga um hvernig einstaklingur eða þjóð felur sig verndara og missir frelsið sem átti að gæta.

Þetta verk var flutt í Iðnó á 80 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur og það duldist  engum að það vísaði í pólitísk átök um herstöðvamálið og NATO. Ég man umræðuna þótt ég sæi ekki verkið. En á sunnudaginn þegar ég hlustaði á leiklestur á því, gerði ég mér grein fyrir að leikritið er mun flóknara. Svava skoðar hugtök eins og frelsi og sjálfstæði einnig út frá heimspekilegum og trúarlegum hugmyndum. En fyrst og fremst er þetta gott leikverk, það er beitt en um leið bæði fyndið og sorglegt. 

Það er eitthvað við leiklestur sem hæfir mér sérstaklega vel. Leikarinn verður að koma texta höfundar til skila. Annað hefur hann ekki. Engin eða lítil hætta á nýjum túlkunum. Mér og leikhúsgestum er treyst fyrir því að túlka. Ég man en þegar ég hlustaði á skólafélaga mína í MA lesa Sköllóttu söngkonuna undir stjórn Karl Guðmundssonar leikara. Þetta kvöld breyttust allar hugmyndir mínar um list. 

Leikhópurinn sem stendur á bak við leiklesturinn á þakkir skilið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 187180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband