Flensu lestur: Leif G.W. Persson

 

imageÞað væri illa farið með góðar bókmenntir að lesa þær meðan flensan herjar. En eitthvað verður maður að lesa til að hafa ofan af fyrir sér og það verður að vera krassandi til fanga hug manns svo maður hætti að vorkenna sjálfum sér.
Kan man dö tvo gånger (2016) eftir Leif G.W.Persson var rétta bókin.
Þetta er ein af bókum Perssons með Bäckström lögregluforingja í aðalhlutverki.

Bäckström lögregluforingi, er afar ógeðfelld persóna.
Hann kallar besefann á sér súpersalami,annast um hann eins kæran félaga.
Hann er gjörspilltur og hikar ekki við að misnota aðstöðu sína þegar færi gefst, hann er húðlatur og ekki treystandi fyrir horn. Þá sjaldan sem Bäckström mætir í vinnuna býr eitthvað einkahagsmunalegt undir. En hann, það er að segja teymi, sem hann stýrir skorar hátt í því að leysa morðmál.


Það er nefnilega eitt í sambandi við afspyrnulélega yfirmenn sem allt of lítill gaumur er gefinn. Einmitt vegna þess að þeir eru óhæfir um að stjórna, spretta fram duglegir starfsmenn og oft snillingar. Þeir gera það sem þarf og á endanum situr yfirmaðurinn uppi með heiðurinn og fagnar.

Bókin hefst á því að granni hans, litli Edvin hringir á dyrabjöllunni og leitar ráða hjá honum. Hann hefur fundið hauskúpu á lítilli ey í Mälaren.Viðkomandi hefur verið skotinn. Með nútíma rannsóknartækni tekst að finna DNA en vandinn er að sú, þetta er kona fórst á Tælandi í Suami flóðbylgjunni, lík hennar fannst og var brennt. Það vaknar því spurningin, er hægt að deyja tvisvar. Hið góða rannsóknarteymi Bäckström fer á fullt.
Þessi saga er eins og kennslubók í rannsóknarvinnu. Hvað er hægt að sanna og afsanna. Person er þarna á heimavelli því hann er menntaður afbrotafræðingur og prófessor með meiru.
Það þarf sjálfsagt ekki að taka það fram, að auðvitað deyr maður bara einu sinni.
Það er gaman fyrir Svíavini að lesa bækur Leifs G.W. Persson. Hann skrifar gullaldarsænsku er bæði ósvífinn og kaldhæðinn.


Þó ég hafi hina mestu skömm á Bäckström lögregluforingja, hef ég lúmskt gaman af því þegar sagt er frá matarvali hans. Hann er hinn mesti sælkeri og raðar í sig alls konar lostæti. Lesandinn fær vatn í munninn. Þetta er engin Hemsley- systra eldamennska!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leif G. V. Persson , er sérlegs skemmtilegur karakter og hef ég alltaf gaman af að hlusta á hann í TV. " Sænska lögreglan á mjög erfitt með að leysa allavega sakamál, því þeir kunn ekki að skrifa, segir hann blákalt, enda ekki vel liðinn hjá löggunni. 90% af sakamálum í Svíþjóð leysast aldrei.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 26.2.2018 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 186934

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband