Úti að aka

8E154B6D-EF94-44E4-9654-A5D09F0FB1B3

Eg er búin að liggja í flensu en veikindin sitja enn í mér. Mér finnst allur matur smakkast eins og tveggja daga kaldur hafragrautur, drykkir eins og upppvottavatn, bækur sem ég les óáhugaverðar og öll umræða í fjölmiðlum óhemjuvitlaus. 

Ég ætla að tala um fjölmiðlaumræðu. Ég held að það sé nú búið að ræða um aksturskostnað þingmanna á fimmtu viku og enn er það aðalfrétt. Umræða um heilbrigðismál hefur eins og gufað upp ef undan er skilin umræða um umskurn sveinbarna, sem við fáum fréttir af í hverjum fréttatíma. Jarðskjálftar á Skjálfanda gefa smávon um tilbreytingu en engum, ekki einum einasta, dettur í hug að spyrja út í hvort það hafi ekki verið mistök að leggja út í uppbyggingu stóriðju á Bakka. Hvað þá um hvort þessar hræringar gætu sett strik í reikninginn.  Það er eins og það hafi slokknað á hugsuninni. Mér sýnist að bilunin sé víðtæk.

Er það út af flensunni sem mér finnst allt ömurlegt? Einu sinni í gamla daga, meðan veröldin fékk enn að vera dularfull, las ég um það, að ástæðan fyrir því að Agatha Christie týndist um skeið, hvarf, hafi verið að hún þjáðist af þunglyndi eftir slæma inflúensu. Ég trúi þessu vel núna, þótt það hafi reyndar komið fram aðrar skýringar.

Það eina sem hefur glatt mig í veikindum mínum er grein Pavels Brtoszek Einföld lausn á  umferðarvandanum í Fréttablaðinu um vannýtta vegi og vegslóða. Hún er reyndar svo skemmtileg að ég hlæ innvortis, gleðst, í hvert skipti sem ég hugsa um hana. Það besta við þessa grein var þó að hann minntist ekki á akstur alþingismanna og nefndi ekki Ásmund Friðriksson á nafn. 

Flensan er búin og nú veit  ég ekki hvort ólyst mín á mat og óánægja mín með innihaldsleysi frétta séu eftirköst eða raunveruleiki. Ég bíð eftir því að ýtt verði á rofann sem stýrir því að þjóðin hugsi. Að kerfið fari í gang. 

Dökkur dill. Mynduna tók höfundur 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 187189

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband