Arv og miljø: Vigdis Hjorth

65F9D8E9-05D1-4A30-A999-F8F236ABD7BF

Síðastliðinn þriðjudag fór ég á höfundakvöld í Norræna húsinu til að hlusta á Vigdis Hjorth tala um bók sína Arv og milljø, sem var tilnefnd af Norðmönnum til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ég hafði áður lesið eina bók eftir Vigdis, Tretti dagar í Sandefjord og var forvitin. Sú bók byggði á hennar eigin reynslu, þegar hún þurfti að sitja í fangelsi fyrir ölvunarakstur. 

Sunna Dís Másdóttir stýrði kynningunni í Norræna húsinu og fórst það einkar vel úr hendi. Vigdís er lífleg kona og meira en reiðubúin til að segja frá sér og verkum sínum. 

En ég fór ekki tómhent heim! Mér hugkvæmdist nefnilega í hléinu að kanna hvort bókasafnið væri opið og hvort bókin væri til og til útláns. Og sú var reyndin, meira að segja á diski, upplesin af höfundi. Nú hef ég lokið því að hlusta og er hugsi. 

Hvað er sannleikur og hver á hann?

Bókin, Arv og miljø segir frá Bergljot, sem er gagnrýnandi. Saga hennar er rakin í gegnum hugleiðingar hennar eftir að hún fréttir af veikindum móður sinnar og síðar föður.

Móðir hennar hefur tekið inn “overdos” og jafnar sig, faðir  hennar hefur dottið í stiga og er í öndunarvél. Fjölskyldan kemur saman og tekur ákvörðun um líf hans eða öllu heldur dauða. Nema Bergljot.

Bergljot hafði ekki haft samskpti við fólkið sitt í þrjátíu ár. Hún trúir því að faðir hennar hafi misnotað hana sem barn og vill að hann biðjist fyrirgefningar. Hann þrætir fyrir þetta og fjölskyldan velur að trúa honum. Bergljot heldur að afstaðan þeirra mótist fyrst og fremst af  hvað sé þægilegast fyrir þau, þeim sé sama um sannleikann.

Saga fjölskyldunnar birtist brotakennt, það er lesandans að raða þeim saman og rýna í myndina og afgera hvað raunverulega gerðist.  Tekur hann afstöðu með Bergljot eða fjölskyldunni? Stundum fær lesandinn á tilfinninguna að Bergljot sé sjálf óörugg um hvað raunverulega gerðist. Hún veit að það er eitthvað mikið að og minningarnar sem hún byggir á hafa komið til hennar í erfiðri viðtals-meðferð hjá sálfræðingi. 

Í Noregi olli bókin uppnámi. Systir höfundarins, Helga Hjorth, ásakaði Vigdis fyrir að ráðast á fjölskyldu sína og sérstaklega hana og sverta minningu föður þeirra. Hún segir að Vigdis noti raunverulega atburði úr lífi fjölskyldunnar. Fyrst gagnrýnir hún hana opið í fjölmiðlum og loks skrifar hún aðra “fjöskyldusögu”. Báðar þessar bækur hafa rokselst. 

Nú þegar ég er búin með bókina sit ég eftir með óþægilega tilfinningu um að ég hafi óvart þvælst inn í fjölskyldudeilu. Það truflar mig að vera stöðugt að velta fyrir mér hvort það sé Bergljot eða Vigdis sem ég á að hafa samúð með.

Það er eitthvað verulega ónotalegt við þessa frásögn. Hún vakti ekki bara upp spurningu um hvort óljósar minningar Vigdis væru sannar, heldur líka spurningu um raunverulegt innihald deilu þessa fullorðna og að því er virðist vel stæða fólks um arf sem það hafur enga þörf fyrir. Er hlutdeild þeirra í arfinum, táknræn fyrir ást foreldranna?

En Norðmenn eru ekki óvanir því að rithöfundar skrifi bækur sem byggja á þeirra eigin lífi. Karl Ove Knausgård gerði það opið í bókum sínum, Min kamp. Hann breytti ekki nöfnum en það gerir Vigdis Hjorth engu að síður fannst mér erfiðara að lesa hennar bók. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 186936

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband