Borgarlínan: Draumur

EAE98597-E474-4C32-8F91-81A0C2D9A7AA

Mér fannst ég vera stödd vestur í bć, hafđi mćlt mér mót viđ vinkonu mína sem býr ţar, viđ höfđum sammćlst um ađ fara saman á kaffihús. Viđ vorum ţegar draumurinn hófst, staddar á Hofsvallagötu, ekki langt frá Vesturbćjarlaug. Ég hafđi heyrt af kaffihúsi, sem tengdist á einhvern hátt Gísla Marteini og stakk upp á ţví ađ viđ fćrum ţangađ, en ţangađ hafđi ég aldrei komiđ.

Nei, Bergţóra, segir vinkona mín, nú ertu alveg úti ađ aka. Viđ förum á kaffihúsiđ í Borgarlínunni, og bendir í átt ađ Nesvegi. Áđur en tími var fyrir frekari útskýringar sá ég hvar eitthvert stórt farartćki á hjólum kom brunandi. Ţađ stađnćmdist örskotslengd frá okkur. Ég vissi bara ekki um ţetta, segi ég og skammađist mín í leyni fyrir ađ hafa ekki fylgst betur međ umrćđunni. Ég tek ţađ fram hér ađ ég er mikil áhugamanneskja um samgöngur, ekki síst almenningssamgöngur. Farartćkiđ var gríđarstórt, margir samtengdir vagnar á hjólum, kaffihúsvagninn var tveggja hćđa og hćgt ađ ganga upp í hann beint af götunni. Og ţađ gerđum viđ. Hún (Borgarlínan) fer hring um austurborgina og Kópavog og ţađ passar alveg fyrir okkur, viđ getum svo fariđ úr hér, sagđi vinkona mín.

Ţetta var sem sagt draumur. Tilfinningin á bak viđ drauminn, en draumtilfinning skiptir miklu máli ef rýnt er í drauma, var notaleg. Ég hlakkađi til ţessarar kaffihúsaferđar en draumurinn  varađi ekki lengur.

Síđan mig dreymdi drauminn hef ég af og til reynt ađ ráđa í merkingu hans. Reyndar er ég ţeirrar trúar ađ draumar fólks segi oftast meira um hugarástand ţeirra sjálfa en framtíđina og framvindu mála. Ekki hefur mér ţó tekist ađ tengja ţennan draum viđ neitt í fortíđ minni eđa vćntingum. En síđan ţessi draumur var dreymdur, hef ég fylgst betur međ öllum fréttum um Borgarlínuna. Mér ţykir miđur hvađ umfjöllun er oft neikvćđ og einkennist af alls kyns hrakspám en ađallega ţó íhaldssemi.    

 Lokaorđ.

Ég lćt ţessa frásögn af draumi flakka ţó ađ ţađ sé niđurstađa rannsókna ađ sjaldnast takist ađ segja draum svo vel sé. Fólki leiđist draumar annarra. Kannski er ţađ einmitt ţađ sem er líkt međ draumi og framtíđarsýn. Fólki leiđist hún, ţađ er svo erfitt ađ koma henni til skila svo vel sé.

Myndin er af gangstétt í Berlín

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • C2BB7E5B-3A04-4A9C-8A2E-9C44096C3120
 • A390BB60-6E2C-4704-AC2D-A30708946C0B
 • 23920759-9468-458C-85D4-5D7EA7C21FB5
 • 93E58233-E298-47C2-9076-E6B3AF36B6A0
 • CE0BAB69-C0C3-4B16-A6CC-4EB4AF2E3FA9

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 0
 • Sl. sólarhring: 14
 • Sl. viku: 215
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 194
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband