Skyndilokun á skotelda

3AB1F49E-9B96-424A-AA8A-5BAA1B279666Ekki eru allar hefðir eða siðvenjur góðar, sumar eru siðferðilega vafasamar eða rangar. Það er t.d. ekki lengur sjálfsagt skemmta sér við að horfa á dýr kveljast í hanaati og nautaati. Íslendingar eru löngu hættir að leiða saman hesta sína. Kötturinn er þó enn sleginn úr tunnunni á Akureyri, aðallega til að gleðja börn, sem vita ekki að þessi gamla hefð fól í sér  að kvelja ketti.

Ég tók þessi dæmi um dýrin til að sýna fram á hliðstæðu í nútímanum þar sem “hefð” stuðlar að vanlíðan og flýtir fyrir dauða fólks. Ég er að tala um þá tiltölulega nýju hefð, að skjóta upp flugeldum. Þegar ég segi nýjú, er ég að tala um Ísland, en hefðin á sér langa sögu í Kína og fleiri löndum.

Það hafa ekki allir gaman af flugeldaskothríðinni, sumum leiðist hún og halda sig innan dyra. Öllu alvarlegra er þó, að margt fólk þolir illa mengunina sem þeir valda. Mest er talað um veikt fólk og gamalmenni en nú hefur komið í ljós að mengun frá skoteldum er slæm fyrir alla, það gera þungmálmar sem fara út í andrúmsloftið. Slík mengun safnast fyrir í líkamanum. Það eru sem sagt engin skynsamleg rök fyrir að því að skjóta. Nema sú skemmtilega mótsögn að þessi sala, einu sinni á ári, er alveg lífsnauðsynleg fyrir björgunarsveitirnar. Segja menn.  

En þessi rök duga ekki einu sinni á mig, sem á þó björgunarsveit lífið að launa. Hef reynslu af því að veikjast skyndilega á gönguferð á Hornströndum og bíða eftir þyrlunni. Kemur hún? Getur hún lent? Já, hún kom og ég lifi. Ég hef aldrei fyrr eða síðar keypt flugelda, það má styrkja björgunarsveitirnar á annan veg. 

Ég get vel unnt fólki þess að gleðjast svo fremi sem það skaðar ekki sjálft sig eða aðra. Og nú á dögum þurfum við að hugsa enn lengra, við þurfum að hugsa um náttúruna og framtíðina. Þess vegna finnst mér að það ætti að finna aðra aðferð til að kveðja árið.

Í fiskveiðistjórnunarkerfinu tíðkast það að setja skyndilokun á veiðar á svæðum ef grunur vaknar um að veiðarnar gangi út yfir náttúrleg mörk. Allt í einu er barasta bannað að veiða á Berufjarðargrunni, svo ég taki dæmi. Væri ekki hægt að taka sér þetta til fyrirmyndar í stjórnun loftgæða? Væru ekki eðlilegt að setja skyndibann á skotelda í Reykjavík þegar mengun fer yfir leyfileg heilsuviðmið?

Eitthvað þarf að gera.

En gleðilegt nýtt ár kæru lesendur og takk fyrir árið sem senn er liðið. Og látið ykkur líða vel í kvöld. Ég ætla að vera inni með kisu þegar nýja árið gengur í garð. Okkur líður best þannig. 

Eftirþanki.

Væri ekki upplagt að skapa þá nýju hefð að slökkva öll ljós og horfa á stjörnuhimininn?

Myndin er tekin í Marakkó. Blóm eða stjarna málað á skáphurð

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187192

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband