Valdbeiting: Heimför Yaa Gyasi

 

DE1086A1-E5BE-4765-A4EC-7A20203E339AFyrir tilviljun las ég þrjár sögur í röð eftir ungar konur. Allar fjölluðu þær um valdbeitingu, þó með ólíkum hætti. Eða var það tilviljun að ég las þessar bækur nú? Líklega ekki. Það er svo mikið ofbeldi í henni veröld og nú eru konur farnar tjá sig í auknum mæli um það sem að þeim snýr. Heill skari kvenna hefur nú stigið fram og mótmælt kynferðislegri áreitni enn aðrar hafa skrifað bækur. Ég las þessar þrjár bækur hverja á eftir annarri, Heimför (Yaa Gymasi f. 1989), Með lífið veði (Yeonmi Parky f. 1993) og Medan han lever (Elaine Eksvärd f. 1981). Ég ætla að skrifa um þær hverja fyrir sig, því annað væri of stór biti, jafnvel fyrir áhugasama bókmenntaelskandi lesendur mína.

 

Heimför eftir Yaa Gyasi.

Þetta er söguleg skáldsaga. Hún hefst í Ghana á 18. öld og fylgir eftir afkomendum tveggja systra í sjö ættliði. Þær hafna í ólíkri stöðu, önnur er seld til Ameríku, hin giftist breskum þrælakaupmanni. Sögunni vindur fram mann fram af manni beggja vegna Atlantshafsins, í Ghana og í Bandaríkjunum. Í fyrstu fannst mér erfitt að fylgja þræði og átta mig á skyldleika fólks, en svo rifjaðist upp reynsla mín af af ættartölum í okkar eigin fornu bókmenntum, eftir það gekk allt betur.
Það var léttara fyrir mig að fylgja þræðinum og samsama mig persónunum í Bandaríkjunum, þar þekkti ég betur til í gegnum fréttir, kvikmyndir og bókmenntir. Lífið í Ghana var mér framandi og ég var slegin yfir því hvað þar ríkti mikið ofbeldi og alger kvennakúgun.
Höfundurinn Yaa Gyasi er sjálf uppalin í Ghana en fer með foreldrum sínum þriggja ára til Bandaríkjanna og menntast þar. Mér finnst líklegt að hún hafi ekki bara valið sér þetta söguefni til að fjalla um fólkið sitt, heldur sé hún líka að átta sig á hver hún er, hvar hún heyri til. Kornungur innflytjandi. Hún er að nema land. Sagan er sögð af einstakri næmni.

Í raun eru þetta margar litlar sögur og hver um sig heitir nafni persónunnar sem hún fjallar um. Það er lesandans að tengja þær saman og þá var gagnlegt að hafa ættartréð fremst í bókinni. Ég velti fyrir mér hvort það væri óþarft að tengja frásagnirnar saman en komst að því að það er einmitt þessi heild sem gefur bókinni styrkinn.


Í bókinni er fjallað um ótal birtingarmyndir ofbeldis um leið og höfundur leitast við að lýsa hvernig þolandinn stöðugt finnur sér leið til að halda áfram að vera manneskja, varðveita sinn innsta kjarna. En hvernig getur fólk verið svona grimmt? Höfundurinn lýsir því oftar en einu sinni að illskan hefst á því að hlutgera fólk, taka mennskuna frá því. Þetta er reyndar ekkert nýtt, þetta er það sem allur hernaður byggir á. Þegar þessu er lýst í mikilli nánd verður það sláandi, það nístir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 187120

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband