Gegnumlýsing þjóðar

7145CF6C-A99F-4D58-AD73-5962F51E9503Nú hefur komið út skýrsla frá Greiningardeild ríkislögreglustjóra sem hljómar nánast eins og  neyðaróp. Það er allt vaðandi uppi í skipulögðum glæpagengjum. Allt sem ratar í fréttir í aðdraganda kosninga magnast einhvern veginn upp og öðlast dýpri merkingu. Því spyr ég mig, er það þetta sem við eigum að vera hrædd við og hvaða flokk á ég þá að kjósa?

Ég ákvað því að lesa skýrsluna og renndi líka yfir skýrslu  frá 2015. Mér sýndist að þetta hefði jafnvel verið verra þá. Mér létti.

Reyndar kann ég ekkert á svona skýrslur. Í skýrslum sem ég kann að lesa er gerð grein fyrir greiningarviðmiðum,greiningargögnum, einhverju sem hægt að mæla eða telja. Og svo kann ég náttúrlega heilmikið um glæpagengi úr glæpasögum og glæpamyndum. Lögreglustjóri Irene Huss (sænsk glæpasería) myndi segja við þann sem skilar inn svona skýrslu. “Du har ingen ting på fötterna”.

Nei ég kann ekki að lesa svona skýrslu, en hitt veit ég, að að það er verið að beina athyglinni frá því sem máli skiptir.

Það er verið að afvegaleiða fólk. Hræða það. 

Af hverju þessi ofuráhersla á Skipulagða Glæpastarfsemi? Hvað um strákana sem byrjuðu á að stela úr smákökuboxi mömmu sinnar en stela nú undan skatti með því að geyma peningana sína í kökuboxum í útlöndum? Þau þarna á Greiningardeild lögreglustjóra ættu að ráða mig í vinnu. Ég sé. Ég sé nefnilega  alltaf hverjir eru að skrökva og ég veit að allra stærstu auðgunarglæpirnir eru framdir af strákum sem hafa lært að segja, “það var ekki ég”. Og komist upp með það. 

En mig grunaði reyndar að að væru til skipulögð glæpagengi. Ég varð fyrir því óláni í haust að hjólinu mínu var rænt. Það var læst en ekki við neitt. Líklega hefur annar klippt í sundur lásinn, hinn verið á sendibíl og sá þriðji annast söluna. Þræl skipulagt

Nei, látum ekki rugla okkur með hræðsluáróðri um skipulögð glæpagengi. Það eru þessir með kökuboxin sem hafa vægi.

Kjósum þá ekki.

Myndina tók ég af hvíta karlinum sem allir trampa á, á göngustígum og kannski víðar. Ég held að hannsé blásaklais

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 187118

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband