Óvinur fólksins. Sannleikurinn og lýðræðið

IMG_0941

Í fyrradag fór ég í leikhús, sá Óvin fólksins eftir Henrik Ibsen. Hef ekki séð þetta verk áður en líklega hlustað á það í útvarpi. Í leikgerð Þjóðleikhússins er það flutt í einni lotu, ekkerkt hlé. Ekki einu sinni pissustopp.

Nútíminn og ég

Þegar maður er kominn á minn aldur, er ýmislegt í Nútímanum sem manni fellur ekki við.  Nútíminn er líka búinn að skóla mann til, svo maður er ekki stöðugt að tala um hvað manni finnst innst inni. En í þessum pistli ætla ég að segja sannleikann. Það er í anda verksins, sem fjallar um sannleikann og hugrekki til að láta ekki kúga sig til að segja ósatt.

Það sem mér fellur ekki við nútímaleikhús er tilhneigingin til að laga leikritin til, matreiða þau svo allir skilji örugglega hvernig þau vísa inn í samtímann. Mig langar til að vinna það verk sjálf, skoða hvernig 19. aldar fólkið sá sinn raunveruleika, túlka það og bera saman við pólitík dagsins í dag.  En eins og ég sagði fyrr, er Nútíminn búinn að skóla mig til, hver vill endalaust fá á sig,að hún eða hann, hafi alist upp í torfbæ og skilji ekki nýja tíma.

En mér finnst gaman að fara leikhús og hef það fyrir prinsipp að láta mér ekki leiðast. Tími ekki að borga  fyrir það að láta mér leiðast.

Sýningin

Mér fannst gaman, leikararnir stóðu sig vel og sumir frábærlega. Í leikritinu er fjallað um sannleikann, ábyrgð einstaklingsins og tjáningarfrelsi. Og síðast en ekki síst, er fjallað um hvað gerist þegar árekstrar verða á milli þess sem sannleikurinn leiðir í ljós og  hagsmuna, einstaklinga og samfélags.

Ég tók strax eftir að aðstandendur verksins hafa lagt mikið á sig til að leikritið tali beint inn í okkar tíma.

Mér féll ekki leikmyndin, fannst  hún stela senunni og um leið trufla frásögnina um fólkið í þessu þorpi sem vildi umfram allt græða á heilsulindinni sinni þótt hún væri eitruð. Mér fannst líka afkáralegt  að fylgjast með Stockmann fjölskyldunni í endalausum pikknikk undir verksmiðjuvegg eða raflínumastri. En ég skildi alveg hvert var verið að fara. Í nútímaleikhúsi er það líka í tísku að flysja burt allan „óþarfa“ og tálga fram hinn eiginlega boðskap verksins, að mati leikstjóra.  Það virðist þurfa að lagfæra orðræðuna til þess að ekki fari fram hjá neinum hvernig hún samsvarar orðræðu dagsins í dag. Þetta var vel gert en passaði mér ekki. Mér finnst eins og það sé verið að stappa ofan í mig matinn. En  ég er ekki barn lengur, heldur komin á seinna og kannski seinasta mótþróaskeið.

Sumt var þó greinilega til bóta og að mínu skapi, til dæmis var skemmtilegra að fjölga kvenhlutverkum. 

Efni verksins

Aftur að innihaldi verksins. Tómas Stockmann læknir hefur komist að því að vatnið heilsulindunum er eitrað, óhæft innvortis sem útvortis. En það eru einmitt þessar heilsulindir sem fólkið í bænum bindur vonir sínar um bætt líf, bættan fjárhag, við. Það sem verra er, er  að mengunin stafar af úrgangi frá verksmiðjunni sem lengi hefur verið undirstaða atvinnu margra bæjarbúa.Bæjarstjórinn Petra Stockmann systir læknisins, en er jafnframt forstjóri heilsubaðanna, vill þagga málið niður. Þetta yrði reiðarslag fyrir bæinn, allt of dýrt. Í fyrstu bindur Tómas vonir við að „Blaðið“ birti greinargerð hans um málið en sú von bregst, þegar kemur í ljós að útgefandi blaðsins frú Aslaksen treystir sér ekki að fjalla um mál sem er dæmt til að verða óvinsælt af fólkinu.Það er haldinn fjöldafundur og Tómas lýsir yfir efasemdum sínum um lýðræðið og segir að hann þurfi ekki á  stuðningi fólksins að halda, hann sé sterkastur einn.

Niðurstaðan er þannig frekar dapurleg miðað við okkar tíma, sérstaklega fyrir það fólk sem treystir á lýðræði. En þá er gott að hverfa aftur til upphafsins og muna að þarna talar 19. aldar rithöfundur, sem er samtímamaður Nietzsches, á tímum þegar hugmyndin um ofurmennið svifu yfir vötnunum og þóttu boðlegar. Henrik Ibsem var fæddur 1828 og verkið En folkefiende kom út 1882. Nietzsche fæddist 1844 og verkið Also sprach Zarathustra kom út á árunum 1883 til 1886.  

Ég veit ekki hvort ég er tilbúin til að fyrirgefa Ibsen neikvæðni hans gagnvart lýðræðinu. Þetta eru varasamar skoðanir.Það hefur sýnt sig. En í fyrrakvöld í leikhúsinu  kaus ég að einbeita mér að því sem ég tel aðalatriði verksins, hinni eilífu klemmu sem sannleikurinn er í vegna hagsmunaárekstra við einstaklinga,almenning og við þá sem bara vilja græða.

Það var gaman að horfa á þetta verk af því það var svo vel leikið, við eigum frábæra leikara. Ég saknaði þess að hafa ekki hlé. Af hverju eru allir alltaf að flýta sér? Leikhús er rammi um það sem fram fer á sviðinu og inn í þeim ramma eru samskipti leikhúsgesta og að dekra svolítið við sjálfan sig. Meltingin byrjar þar.

Myndina tók ég traustataki á netinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neikvæði Ibsen og Nietzsche gagnvart lýðræði kemur frá Plató's "Republic".

Dæmi um "neikvæði" lýðræðisins geturðu fundið alls staðar í samfélaginu, og þarft ekki einu sinni að fara út fyrir landsteinana. Nýjasta dæmið "barnaníðingurinn", er dæmi þar sem verið er að nota "tilfinngar" almennings, til að reka það eins og sauði í ákveðna átt. Þetta er dæmi um, hvernig hægt er að fá "lýðinn" til að vinna "gegn" sjálfum sér.

Hérna er svo "súpa" fyrir sálina ... af hverju? hvernig?

Svarið er einfalt, og þó ekki ... af hverju er svona mikilvægt að Themis er blind?

Lestu Plató.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.9.2017 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband