Sveitin kvödd

 

IMG_0900

Að minnsta kosti einu sinni á ári heimsæki ég æskustöðvarnar, Norðurdal í Breiðdal. Ég heimsæki ættingjana, landslagið og eigin minningar. Í þetta skipti var veðrið gott, flesta daga skein sólin en þegar þokan læddist inn var veður svo milt að hún var næstum heit. En það var samt einhver skuggi yfir þessari heimsókn, í öllum fréttum var fjallað um framtíð bænda, sem í mín eyru hljómar frekar sem fortíð, a.m.k. sumra bænda. 

Ég er reyndar ekkert óvön þessari umræðu, hef fylgst með henni eins lengi og ég man eftir mér. En í þetta skipti var það öðru vísi, bæði vegna þess hvar ég var stödd og vegna þess að nú blasir við að gamla sveitin mín, sem er fjárræktarsvæði fari úr byggð. Það eru nefnilega takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að grisja byggð svo hún lifi af.

Mig langar að rifja upp umræðuna um framtíð bænda. Þegar ég man fyrst eftir mér var enn sjálfsþurftarbúskapur í Breiðdal. Búskapur var blandaður, sem þýðir að það alls staðar voru kýr,sauðfé, hestar, hænur, að ógleymdum hundum og köttum. Heima hjá mér voru líka gæsir. Stór hluti afurðanna var nýttur til heimabrúks, einungis sauðfjárafurðir voru seldar á markaði. Auk þessa voru ræktaðar bæði rófur og kartöflur. Innleggið frá sláturtíðinni þurfti að nægja fyrir því sem var keypt. En nútíminn kom til okkar hægum skrefum.

Faðir minn fylgdist vel með framförum í landbúnaði sagði að eina leiðin til að halda í við aðra væri að stækka búið. Í nokkur ár gekk lífið út á vinnu við nýræktun. Tæknin kom hægt, fyrsta heyvinnsluvélin var hestasláttuvél, því næst kom rakstrarvél. Pabbi fór hægt í þetta,næst kom minnsta dráttarvél á markaði, Farmal Cup, sem hann keypti í samvinnu við annan bónda. Þetta var eins og að elta endann á regnboganum. Hið auðvelda og góða líf var rétt í augsýn, alltaf kom ný tækni sem átti að létta manni þrældóminn.

Kjör sauðfjárbænda bötnuðu hægt. Athugulir bændur tóku eftir að væerðlag búvara var þannig að miklu betra vara að framleiða mjólk og það gerðu þeir. Um það leyti sem ég hleypti heimdraganum var þó enn enginn uggur í fólki, það var meira að segja farið að tala um að leiðrétta það misrétti sem landsbyggðarbörn bjuggu við og gera þeim kleyft að ljúka námi í heimabyggð. 

Það hefur þó ýmislegt verið reynt og oftar en ekki bæði lán og ráðgjöf í boði frá "ábyrgum" aðilum. Verst af öllu var þó refa- og minkaræktin. Ég var sem betur fer svo heppin að engir nákomnir bitu á það agn. 

En til hvers er ég að skrifa þetta? Undirstrikar það ekki bara að landbúnaður á Íslandi er vonlaus? Ég veit það ekki, ekki kann ég lausn. Mér sem einu sinni sveitakonu, sem kaupi mat í verslunum sem áður var unninn heima, finnst að það hafi meira verið hugsað um magn en gæði. Ég kenni milliliðum um sem kunna ekki með mat að fara. 

Auk þess hugsa ég, höfum við efni á að hafa landið ekki í byggð. Ef það er eitthvað sem okkur vantar ekki, þá eru það fleiri eyðibýli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband