Sígild lesning:Håkon Nesser

Hakan_Nesser02 

Ég hef ekki bara verið að lesa/hlusta á Karl Ove Knausgård, sem er verkefni út af fyrir sig, sex bækur, ég er stödd í þriðju bók. Ég hef líka verið að lesa aðra höfunda. Ég er ég nýkomin með nýja bókaveitu og rifja nú upp gömul kynni við höfunda sem ég fylgdist betur með, þegar ég hafði augun mín.

Håkon Nesser (f. 1950) er einn af mínum uppáhald höfundum. Ég veit ekki hvernig er best að flokka hann. E.t.v. er þetta sá sænski höfundur sem líkist Arnaldi Indriðasyni mest. 

Håkan Nesser er best þekktur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn  kommissar Veeteren. Eftir þeim bókum hafa verið gerðir vinsælir sjónvarpsþættir. Ég er þó hrifnust af bókum hans, þar sem Gunnar Barbarotti rannsóknarlögreglumaður er í aðalhlutverki, ég kann svo vel við þessa persónu. 

Nú,á þessu sumri hef ég lesið/hlustað á tvær bækur eftir Nesser, Maskarna på Carmine Street (2009), sem gerist í New York og Eugen Kallmanns ögon  (2016) sem gerist í bænum K- í Svíþjóð.

Fyrst örstutt um Maskarna Carmine Street. Bókin gerist í New York. Evrópsk hjón flytja þangað eftir að dóttur þeirra hefur verið rænt. Hann til að vinna sig út úr sorginni, hún trúir aftur á móti að barnið lifi, hún vonar. Hann er rithöfundur og hún myndlistarmaður og að nafninu til halda þau áfram við vinnu sína en líf þeirra hefur umturnast.

Þetta er einkennileg bók. Hefst sem ástarsaga en endar sem glæpasaga og í grófasta lagið miðar við sögur Nesser. Ég las bókina tvisvar til að átta mig á henni og sé ekki eftir því.

Eugen Kallmanns ögon er gamaldags spennusaga. Hún gerist í kringum unglingaskóla í bænum K- í Norður Svíþjóð (uppskáldaður bær). Leo Berger, miðaldra grunnskólakennari er í alvarlegri lífskrísu, hann hefur nýlega misst konu sína og dóttur í ferjuslysi. Hann ákveður að skipta um umhverfi. Hann flytur frá Stokkhólmi til K-, þar sem hann fær stöðu. Dularfullir atburðir gerast og hópur kennara tekur sig saman um að leysa gátuna. Reyndar eru enn fleiri, sem tengjast skólanum að vinna að hinu sama.

Þetta er einstaklega skemmtileg bók að lesa, ekki síst vegna þess hversu skólalífinu er vel lýst og hvað persónur eru vel mótaðar. Það er ekki undarlegt, því þarna er Nesser á heimavelli, hann var kennari í unglingaskóla í yfir 20 ár. Það er líka gaman að sjá að höfundur hefur lagað málfarið að því að láta söguna vera gamaldags, stundum dálítið uppskrúfað og lært. Sundum fannst mér Bo Balderson  bregða fyrir og kunni því vel.

Við ykkur lesendur mínir, ætla ég að segja þetta. Ef þið hafið ekki lesið Nesser og hafið gaman af spennusögum, leitið hann uppi og lesið hann. Hann kann ekki bara að skrifa spenandi bækur, stíll hans er heillandi. Auk þess á hann erindi, því ekki veitir ekki af að heyra rödd sem tekur upp málstað húmanisma og mannkærleika.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Ett stort Tack! ...fyrir áhugaverðan pistil um Håkan Nesser.

Júlíus Valsson, 25.8.2017 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband